Er á hádegistónleikum. Sit hér í eldhúsinu mínu með barnamónitorinn og hlusta á dóttur mína, sem liggur úti í vagni og syngur fyrir mig "Lille kat" á milli þess sem hún kallar "Maaaaaaaaammmaaaaaaa, Áááátta (Ásta), Eyj Bidda lúlla... NEI" Meira hvað maður hefur sterkar skoðanir ekki hærri í loftinu en þetta.
Lille kat er annars soldið uppáhald. Ef þið munið eftir laginu hennar Ídu úr Emil í Kattholti, Litli grís, þá kannist þið við þetta. Sama lag. Annað erindi.
Nú er hún reyndar byrjuð á "Bä bä vita lamm". Það er líka svolítið hátt á listanum. Ég þarf greinilega að fara að taka fram íslensku vísnabókina okkar. Eins gott að amma Lína er að koma í heimsókn.
Við keyrðum Davíð á lestarstöðina í hádeginu. Hann er að fara í vikuferð til Alingsås (sem er nett krummaskuð) að reyna að næla okkur í smá aukapening. Við söknum hans strax.
3 ummæli:
Litla krúttið :) Vá hvað hún er annars farin að tala mikið, ég bíð spennt eftir því að hitta hana
Kv,
Magga
Þetta er bara krúttlegt!!! Litla krúttið... talar örugglega meira en BF hahaha. Skapið borgar sig :-)
hmmmm svoldið langir hádegistónleikar. Efast ekki um að þið hafið frá fleiri afrekum að segja.
Skrifa ummæli