föstudagur, 12. desember 2008

Lúsía!!

 

 


Öll fjölskyldan var mætt upp á leikskóla kl. 07:30 í morgun til að vera viðstödd Lúsíuhátíðina. Litli jólasveinninn fékk nú ekki að syngja með í þetta skiptið (vegna smæðar sinnar) en hún var mjög spennt yfir öllu umstanginu og fylgdist með grafkyrr og steinþegjandi. Krakkarnir komu uppáklædd og búin ljósum í skrúðgöngu út í garð og sungu fyrir okkur nokkur vel valin jólalög. Garðurinn var allur upplýstur með kertaluktum í trjánum og friðarljósum víðast hvar og ekki skemmdi fyrir að í Lundi er logn og falleg jólasnjókoma hefur glatt okkur allt frá því í gærkvöldi. Eftir athöfnina beið okkar kaffi og kakó og heitar bollur og piparkökur.

Væri ekki gott að byrja alla morgna svona?
Posted by Picasa

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú er afi stoltur

Nafnlaus sagði...

Krútt
kv.
Ásdís

Guðrún Birna sagði...

Jeminn sæta snúllan!

Stizzling sagði...

Æiiii dúllan!!!
Sakna Svíþjóð þegar ég heyri svona :)