Við erum að tala um 17°C inni hjá mér. Ég næ ekki að kynda húsið mikið meira (nema fara á hausinn). Mig vantar arin. Það er nokkuð ljóst. Þetta er fáránlegt. Ég sit hér í lopapeysu og -sokkum með flísteppi utan um mig og er að frjósa. Best að hella upp á te.
4 ummæli:
Ef það fer undir 16°C þá er það brot á reglugerð um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum og þú mátt fara heim.
Er ekki biluð kyndingin?
http://www.wunderground.com/global/stations/02627.html
Nei, vantar bara fleira fólk í húsið. Þú ert velkominn.
Sendi ykkur bara hlýjar hugsanir þá... vona að sólargeislanir sem ég sendi í síðustu viku fari að berast svo fljótlega ;)
Skrifa ummæli