Ég er að taka púlsinn á stemmningunni á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hefði gjarnan viljað geta þátt. Ég heyrði setningarræðu Geirs í beinni. Hún var náttúrulega ekkert nema alveg frábær. Ég er að hlusta á Þorgerði Katrínu núna. Hennar ræða er líka frábær. Ég er líka búin að hlusta á glefsur úr málefnastarfinu. Það hefur greinilega verið mjög öflugt og mikil þátttaka í því. Allt í allt greinilega flottur fundur sem ber með sér bæði uppgjör við fortíðina og vilja til að takast á við verkefni framtíðarinnar. Glatað að ræða Davíðs sé það eina sem hlýtur umfjöllun.
Og að lokum langar mig að benda á að það er ekki rétt að Þorgerður Katrín hafi ekki fengið mótframboð í embætti sitt. Að halda öðru fram er ekki bara vitleysa heldur óvirðing við aðra frambjóðendur í embætti hennar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli