Próflesturinn er búinn og stelpan er uppgefin. Ég sem sagt. Alveg uppgefin. Ég ætla að taka vikuna í að skrúfa mig upp í síðustu önnina - á milli þess sem ég mæti í skólann. Alveg glatað að fá ekki nokkra daga í frí eftir próftímabil. Fúlt skipulag. Sérstaklega fyrir mömmur með helgarprógramm. Eftir níu tíma próf á föstudaginn tók þetta við: matarboð og rauðvín, bekkjarpartý, íþróttaskóli, húsþrif, barnaafmæli, hjólatúr, MacDonalds, ælupest, Nova Lund, barnaafmæli... Góð en annasöm helgi að paki.
Er annars að hugsa á ræðu Davíðs Oddssonar á landsfundi frá því í gær. Hverjum datt í hug að gefa honum þetta tækifæri? Bendi á þessa færslu Erlu Óskar sem skipar 4. sæti á öðrum lista flokksins í Reykjavík. Ég tek undir með henni. Ekki talaði Davíð fyrir mína hönd heldur - og einskis sem ég hef heyrt í síðan í gær reyndar. Fyrir hvers hönd var hann að tala - og hvað í ósköpunum var hann að gera upp á sviði á landfundi?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli