Páskakanínan faldi 8 græn og fjólublá hænuegg í garðinum. Krakkarnir fundu þau öll. Eyrún Birna þrjú og Jökull Freyr restina. Páskamorgunverðurinn rann ljúflega niður við kertaljós og klassíska tónlist. Íslenska súkkulaðið var og er gott. Því komst Eyrún Birna að í fyrsta skipti í dag. Húsið er hreint. Gólfið er skúrað. Lambalærið bíður marínerað í ísskápnum. Eyrún Birna lúllar. Jökull hlustar á Enid Blyton og rótar í Legoinu sínu. Kaffibolli á kantinum og vöfflur hjá góðum vinum framundan... Páskadagur.
Gleðilega páska.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli