Hef ekki oft tekið undir orð Björns Bjarnasonar en geri það nú. Það er niðurlægjandi fyrir þingmenn að sitja á Alþingi og ræða stjórnarskrárbreytingar bara af því að Framsóknarflokkurinn vill það. Það er líka niðurlægjandi fyrir ríkisstjórnina að ræða stjórnlagabreytingar á þessum forsendum bara af því þeir ætla sér að sitja sem fastast. Það er náttúrulega klárlega niðurlægjandi fyrir Höskuld Þórhallsson, þann annars mjög mæta mann, að tefla fram sem rökum með stjórnlagabreytingum að það hafi verið skilyrði Framsóknarflokksins fyrir stuðningi við núsitjandi ríkisstjórn að ráðist yrði í þessar stjórnlagabreytingar.
Ég má ekki til þess hugsa að skapað verði fordæmi fyrir afgreiðslu stjórnlagabreytinga með þessum hætti - en svoleiðis verður það líklega. Fyrir Framsóknarflokkinn og hans 10% fylgi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli