Uppskriftahorn? Af hverju ekki?
Ég rakst á þessa súpu á netinu fyrir nokkru (nánar tiltekið hér) þegar mig langaði óstjórnlega í eitthvað sem væri samansett úr kókos og kóriander. Ég held ég hafi verið að hugsa um núðluréttinn sem lengi var í boði á Thorvaldsen þegar leitin fór fram. Ég hef gert hana nokkrum sinnum, bæði fyrir heimilisfólkið á virkum degi, enda bæði fljótleg og þægileg, og "spari" fyrir gestkomandi. Hún er frábær! Endilega prófið - og látið mig vita hvað ykkur finnst jafnvel...
Fyrir 4
Eldunartími: Minna en 30 mín.
5-6 stk. meðalstórar gulrætur
1/2 dl. engifer, rifinn
1 stk. laukur
3 msk. sítrónusafi
1/2 dl. hvítvín (má sleppa)
1/2 knippi ferskur kóríander
1 dós kókosmjólk
2 msk. gerlaus grænmetiskraftur eða grænmetissoð
vatn eða grænmetissoð
salt og nýmalaður svartur pipar
Aðferð: Gulrætur og laukur er saxað smátt. Grænmetið er léttsteikt- þar til það er orðið meyrt í stórum potti. Þá er vatninu og grænmetiskraftinum/soðinu bætt útí og látið sjóða í ca. 15. mín. Þá ætti grænmetið að vera orðið það meyrt í gegn að töfrasproti ætti að ráða við að fullmauka súpuna. Eftir að hún hefur verið maukuð er hún bragðbætt með hvítvíni (þarf ekki), sítrónusafa og salti og pipar. Rifnum engifernum og kókosmjólkinni er þá bætt saman við. Látið malla við vægan hita í 5 mín eftir að hafa verið bragðbætt. Ferskur rifinn kóríander er settur yfir rétt áður en súpan er borin fram.
1 ummæli:
NICE.. þetta er alltaf fínt :-)
Skrifa ummæli