föstudagur, 26. mars 2010

7 SEK

Nennir einhver að rölta við hjá mér með 7 SEK svo ég geti fengið kaffi...

fimmtudagur, 25. mars 2010

Við freistingum gæt mín...

Ég vildi að konurnar í kaffiteríunni í Juridicum bökuðu ekki svona hræðilega góðar og girnilegar kanelbollur. Rak augun í kanelbolluturn rétt í þessu og nú get ég ekki hugsað um neitt annað - sérstaklega ekki "passing-on defence".

Uppgötvun dagsins

Ég hjólaði í skólann í morgun og gerði skemmtilega uppgötvun á leiðinni. Fyrri helming ferðarinnar var ég reyndar upptekin við að pirra mig á því að bakpokinn minn væri of þungur og yfir tárunum sem láku úr augunum í vindinum og klesstu morgunfarðann. En svo allt í einu áttaði ég mig á því að ég var komin úr vettlingunum, sólin skein í andlitið á mér, jakkinn var opinn og ég var í strigaskóm! Lyktin í loftinu minnti mig á fallega vordaga í Austurríki forðum daga og einhver boli var horfinn úr vindinum sem blés í andlitið á mér. Vorið er loksins komið í Lundi!