fimmtudagur, 25. mars 2010
Uppgötvun dagsins
Ég hjólaði í skólann í morgun og gerði skemmtilega uppgötvun á leiðinni. Fyrri helming ferðarinnar var ég reyndar upptekin við að pirra mig á því að bakpokinn minn væri of þungur og yfir tárunum sem láku úr augunum í vindinum og klesstu morgunfarðann. En svo allt í einu áttaði ég mig á því að ég var komin úr vettlingunum, sólin skein í andlitið á mér, jakkinn var opinn og ég var í strigaskóm! Lyktin í loftinu minnti mig á fallega vordaga í Austurríki forðum daga og einhver boli var horfinn úr vindinum sem blés í andlitið á mér. Vorið er loksins komið í Lundi!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli