EB: Mamma, hvað varstu að gera?
Mamma: Hitta vinkonur mínar aðeins.
EB: Hvaða vinkonur áttu?
Mamma: Mmm... Elvu og Guðbjörgu.
EB: Og líka Sigrún, mamma hennar Borghildars?
Mamma: Jájá, líka Sigrún. Og Ragnheiður, mamma hennar Söru.
EB: Hvaða vinkonur áttu meir?
Mamma: Mmm... Níní og Elvu, mömmu hans Lúkasar.
EB: Og hvað svo meir?
Mamma: Salóme og Hildi og Guðrúnu Birnu og Ásdísi og margar margar bara...
EB: En hvaða vinkonur áttu meir??
Pabbi (líklegast farið að gruna að eitthvað sé undirliggjandi þessum áhuga): Hvaða vinkonum manst þú eftir?
EB (brosir eins og mamman sé algjör kjáni): EYRÚN BIRNA!!! (svo hlær hún) Þú gleymdir mér!!!
2 ummæli:
Litli snillingur! Mamma hvernig gastu klikkað á þessu!1 :)
Hahaha sniðug stelpa
Skrifa ummæli