Hér er bókstaflega allt á kafi í snjó og fimm stiga frost úti (feels like -10). Það er dásamlega bjart og fallegt - en soldið flókið fyrir mömmur í fæðingarorlofi. Í morgun tókum við nágrannakonan okkur saman um að koma stelpunum okkar í leikskólan. Hún passaði krílin og ég keyrði stóru stubbana. Ég þurfti að sópa skafla af bílnum áður en ég lagði aðf stað og um tíma var tvísýnt um hvort ég kæmist úr stæðinu. Á eftir (eiginlega bráðum) þarf ég að sækja stubbinn aftur. Þá er ég að velta fyrir mér hvort það sé ekki ágæt hugmynd að testa torfærudekkin á vagninum. Þetta eru svona fæðingarorlofspælingar. Spennandi.
Eru svona dagar ekki svo bara dagar fyrir kerti og piparkökubakstur? Ég held það.
p.s. Ég skreytti á mánudaginn. Pabbi kemur á morgun. Jólaball á laugardaginn. Hangikjöt á sunnudaginn. Allt að gerast.
p.p.s. Ég grenjaði yfir Brothers & Sisters áðan. Bara eitt tár, en samt... Note to self: Get a life.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli