miðvikudagur, 17. desember 2008

Jólafiðringur

Er með jólafiðring í maganum. Jólakortapokinn er kominn í forstofunni og soldið farið að ískra í mér. Allt eins og það á að era. Finnst samt allt of mikið vera eftir að gera og samt er ég að reyna að vera dugleg að læra til að komast í samviskubits"laust" ehhh... eða alla vega samviskubitsminna jólafrí. Neita nefninlega að læra frá þorláksmessu fram til annars janúar. Finnst það bara lágmark að geta verið í smá fríi. Eeeníhú... jólafiðringur er góður fiðringur, enda hefur mér alltaf fundist jólin dásamlegur tími. Ætla ekkert að hætta því þó þessi jól verði aðeins öðruvísi en ég á að venjast.

Bara vika í aðfangadagskvöld. Þá ætlum við Davíð að elda okkur fyrstu jólasteik með Birnuskottinu og hafa það gott í rólegheitunum. Bara 9 DAGAR í fjölskyldurenuion á Eyrarsundssvæðinu. Stefnum á The Sveinssons Family Christmas 2008 sem hefjast þann 26. des með kvöldverði hjá Tomma og Möggu í Dragör og lýkur líklegast með kvöldverði á svipuðum slóðum þann 2. janúar. Í millitíðinni verður Lundur heimsóttur, Hnotubrjóturinn, jólaTivoli... mmm... þetta verður ljúft. Dr. Sveinsson og frú ásamt 10 afkomendum og áhangendum. Gæti það verið betra? Það finnst mér ekki.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það eru nú fleiri sem bíða spenntir. Hér er t.d. einn.

Unknown sagði...

Eftir þetta reunion ganga sögusagnir á öllum Norðurlöndum um "The Svenssons":D

Unknown sagði...

Spurning um að henda nokkrum jólaljósum á þakið og hafa þetta alvöru "Griswald" nei ég meina Sveinsson family jólastuð :)