Ímyndaðu þér að þú sért stjórnandi fréttaskýringarþáttar á Íslandi. Ástandið er... eins og það er í dag, og þú ert með Bjarna Ármannsson í viðtali hjá þér að horfast, a.m.k. að hluta til, í augu við sinn hlut í falli íslenska fjármálakerfisins. Þú getur spurt hann um allt það sem brennur á allri þjóðinni. Hvað myndirðu leggja aðaláherslu á? Að fá hann til að segjast vera glataður fáviti? Hver yrði t.d. síðasta spurning þín? "Átt þú ekki bara að fá falleinkunn sem viðskiptamaður?"
Sigmar... þú hefðir getið tekið þetta - en þú gerðir það ekki.
Bjarni hins vegar... þú tókst þetta frábærlega. Það verður ekki frá þér tekið.
1 ummæli:
Góður punktur. Veit ekki hvað það er við Bjarna Ármansson - en hann náði mér alveg í gær. Trúði og honum og treysti. Ætli það sér barnslegt og einlægt útlitið? Öfugt við hinn sem er eins og the devil (hljómar betur en djöfull).
xx
Skrifa ummæli