mánudagur, 23. mars 2009
Skemmtilegt atvik
Ég skaust í ræktina í hádeginu. Þegar ég kom út var komin rigning. Ég setti undir mig hausinn, vafði að mér kápunni og hraðaði mér út í bíl í þungum þönkum yfir því hvað ég ætti að fá mér í hádegismat. Ég leit upp þegar ég heyrði bílhurð skellast. Eigandi skellsins var maður á mínum aldri. Svona sænskur töffari bara, í gallabuxum og svartri úlpu með loðkraga. Hann var einn. Hann hló upphátt, setti á sig húfu og breiddi út faðminn á móti rigningunni. Síðan baðaði hann vængjunum eins og fugl að hefja sig til flugs og valhoppaði í burtu. Sérstakt en skemmtilegt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sannur töffari.
Hefði alveg getað hugsað mér að taka þátt í þessu með honum
Skrifa ummæli