miðvikudagur, 15. apríl 2009

Búhúúú...

Eftir annir, gestagang, hátíðarhöld, hreyfingarleysi, leikskólafrí og ofát síðustu daga líður mér eins og ég sé bókstaflega hlaupin í spik enn eitt skiptið og líf mitt hafi styst um heil 20 ár vegna almenns óheilbrigðis. Hér með lýkur þessari vitleysu. Morgundagurinn verður tekinn í nefið. Ekki nema tveir mánuðir þar til áætlað var að hafa náð markmiðum vetrarins. Enginn tími fyrir bakslag!! BRING IT ON!

1 ummæli:

Unknown sagði...

Koma svoooo!!!

Hva við vorum nú ekki svo slæmar þegar ég var í heimsókn ;)

En það er nú sama sagan hér, er ennþá að springa eftir ofát síðustu daga og er í súkkulaðisjokki. Kannski ég þurfi bara að fara í detox!