þriðjudagur, 30. september 2008

Músin setur allt úr skorðum

Já, það er nú ekki eins og hún hafi einhverja stjórn á þessu litla greyið - eða að þetta hefði verið hennar fyrsta val ef hún hefði haft val - en Birnuskottið okkar er orðið lasið á ekki svo fínum tíma. Eftir ótrúlega lélega frammistöðu (m.a. sökum svefnleysis) í síðustu viku var ég búin að binda miklar vonir við mikil afköst í þessari viku.

Vikan byrjaði á því að Birnuskott hélt mér vakandi í tvo og hálfan tíma í nótt og í dag var hringt í mig af leikskólanum kl. hálf þrjú og ég beðin um að sækja lítinn kolamola. Restin af deginum hefur svo farið í að liggja hér og þar með skottið í fanginu og kúra. - Þetta kom á versta tíma þar sem Davíð er á námskeiði og fer í próf á föstudaginn þ.a. hann er eiginlega úti með þátttöku þessa vikuna. A.m.k. einn fyrirlestur sem ég missi af á morgun og guð veit hversu margir klukkutímar í lestur.... ARG.

Vonandi gengur þetta fljótt yfir.

Allt í rugli.

Það er eitthvað mjög lítið hægt að blogga eftir svona viðburðaríka daga. Soldið fegin að hafa bara verið fréttalaus á lesstofunni á morgun og ekki vitað neitt um neitt fyrr en ég kom heim í gærkvöldi. Stundum spyr maður sig hvort fréttalausa leiðin sé ekki bara best. Á maður alla vega ekki bara að vera feginn að búa í útlöndunum?

mánudagur, 29. september 2008

Sparnaðarráð?

Það er ekkert smá dýrt að kaupa sjampó og sápur fyrir heimilið - jafnvel þó maður kaupi bara Head and Shoulders og Elvital í Willy's. Eru ekki til einhverjir skemmtilegir húsráðsstaðgenglar við þessum fokdýru vörum? Einhvern tímann heyrði ég að það mætti strá pipar í hárið og greiða hann svo úr... einhvern veginn efast ég um að það virki. Eruð þið með betri uppástungur?

Soldid mikid eg...

...ad hrynja nidur 4 tröppur med hausinn a undan fyrir framan alla bekkjafelagana. Jafna sig a ad rodna nidur i taer og hrynja svo aftur nidur 3 tröppur a leidinni inn a lesstofu og snua sig a faeti.

Lif mitt i hnotskurn.

sunnudagur, 28. september 2008

Cashmere Mafia og Lipstick Jungle

Mér fannst Cashmere Mafia skemmtilegra en Lipstick Jungle. Lipstick Jungle er samt mjöög skemmtilegur. Það þýðir að Cashmere Mafia var mjööög skemmtilegur.

föstudagur, 26. september 2008

Sænska kerfið í hnotskurn

Ég var að leggja á hjá sænsku tryggingastofnuninni. Eftir að hafa unnið mig í gegnum leiðbeiningar frá símsvara stofnunarinnar beið ég í korter til þess eins að láta segja mér að það væri ekki hægt að hjálpa mér "på grund av techniska problemer". Svo sagði hún bara skvísan "Om Du kan höra av dig på mondag igen så ska vi se om vi kan hjälpe dig.

Svona er Svíþjóð í dag.

Ósofin á föstudagsmorgni.

Það er erfitt að vera súr út í svona stemmningspíu en hún er nú ástæðan fyrir að ég svaf allt of lítið í nótt og klukkan er orðin 10 og ég er rétt að byrja að læra. Morguninn átti að vera afkastamikill á mörgum sviðum... en nú eru vonir mínar einungis bundnar við að halda mér vakandi yfir lestrinum til fjögur. Vonandi að það takist. Ég er bjartsýn.

fimmtudagur, 25. september 2008

Gott veður á góðum degi

Það var svo voðalega gott veður í dag að við Eyrúnu Birna nestuðum okkur upp eftir leikskóla og sóttum Írisi Dögg og Lilju litlu dóttur hennar og skelltum okkur á ströndina í Bjärred. Það er ekkert meira upplífgandi en að njóta frítímans síns við útiveru og fallegu veðri.

Ég hef annars tekið ákvörðun um það að tíminn frá leikskóla og fram að háttatíma verði við öll tækifæri sem gefast notaður í eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt. Lundur bíður upp á óteljandi möguleika til úti- og inniveru í góðum félagsskap og um að gera að nýta sér það. Þessi dagur var a.m.k. frábær! - Mun skemmtilegri en hann hefði verið við tiltekt og stúss innandyra og litlu snúlluna vælandi úr leiðindum. Vonandi getum við haft sem flesta daga svona.
Posted by Picasa

Hjólapælingar - Vantar þig hjól?

Mig langar alveg svakalega mikið í þetta fína hjól. Búin að vera að vera að líta í kringum mig eftir nýju hjóli og er alveg kolfallin fyrir þessu. Kostar ekki nema 2999 kr. sænskar. Er ekki einhver sem vill kaupa nýja og afskaplega lítið notaða Mongoose fjallahjólið mitt, 21 gíra og alveg agalega fínt. Ég get sko m.a.s. reynt að koma því til Íslands ef einhver heima hefur áhuga á því. Hafiði samband. Hafiði samband! Langar svo agalega í nýtt og þægilegra hjól sem hentar betur lundískum aðstæðum.
Posted by Picasa

þriðjudagur, 23. september 2008

Skemmtilegar pælingar

Hún Obba vinkona mín er dáldið góð í að pæla. Sérstaklega góð í að koma pælingunum í orð. Lesið þetta!

Mmmm matur

Sem ég er hér við skrifborðið að slafra í mig síðustu leifunum af grænmetissúpu helgarinnar, nýhlaupin og fín, dettur mér eitt í hug. Það er þrennt sem mér finnst bara algerlega ómissandi til matargerðar (fyrir utan salt og pipar) og þarf alltaf að vera til í skápunum til að mér líði vel. Það er laukur, hvítlaukur og ferskir tómatar og tómatar í dós.

Var ég annars búin að segja ykkur hvað eplin úr garðinum mínum eru afskaplega bragðgóð?

Fífl

Ég skil ekki af hverju það er ennþá að koma mér á óvart hvað fólk getur verið mikil fífl. Hvað er eiginlega málið?

- Já og það er s.s. linkur í fyrirsögninni

mánudagur, 22. september 2008

I skolanum

Thessar tolvur her eru natturulega ekki neitt upp a marga fiska og lyklabordid ekki heldur. Tolvan min er hins vegar ekki nettengd her enntha... sem hefur svo sem baedi kosti og galla... en thess vegna er blogg hedan svona kjanalegt.

Vildi bara koma thvi her med a framfaeri ad thad er ordid skitkalt i Lundi. Serstaklega a lesstofunni.

Vantar annars godar hugmyndir og abendingar med thetta blogg. Er ekki ad fila litinn og finn ekkert template (eda skinn) mer list vel a. Einhver med god rad??

sunnudagur, 21. september 2008

Sofa.

Lærdómur hefur svo sem alveg gengið betur. Merkilegt hvað er hægt að gera mikið af ekki neinu. Snemma í háttinn fyrir langan og góðan dag á morgun er gott markmið í kvöld. Best að skríða undir sæng.

Átti annars góðan dag með Tomma bróður og strákunum hans. Bauð upp á grænmetissúpu í hádeginu og tókum svo gott rölt í bæinn þar sem allir fengu ís nema ég svo ég þyrfti ekki að borga Níní 30 kr. Tókum svo smá svínagrill í kvöldmatinn. Komin með dáldið nóg af svíni hérna. Verð að fara að finna ætt lambakjöt.

Nýtt nýtt nýtt

Jæja. Nú er þetta bara farið að taka á sig tilætlaða mynd. Auðvitað tekur smá tíma að koma þessu í það horf sem mann langar en... þetta er allt í átti. Líkar ekkert smá vel við alla þessa nýju fídusa sem eru komnir inn. Spurning samt hvort maður setji ekki þetta bara á www.sollilja.net. Líkaði svo agalega vel við þá slóð. Sjáum til. Nýtt nýtt!!

Best að fara að elda súpu fyrir hádegismatinn. Á von á þremur gaurum í klippingu hér. Kannski ég láti klippa bara Eyrúnu Birnu í leiðinni. Sjáum til.

Menningarnótt í sveitinni

Jæja. Fórum á menningarnótt í Lundi í gær. Ég verð nú að viðurkenna að það var pínu spes. Ekki alveg eins og Reykjavík alla vega. Fyrst vorum við að hugsa um að fara bara heim en... svo ákváðum við að gefa þessu séns. Það borgar sig alltaf að gefa hlutunum smá séns og úr varð bara soldið skemmtilegt kvöld og spássitúr í "öðruvísi" Lundi.

Það er samt bara alltaf að koma betur og betur í ljós að Lundur er sveit.

Vonast til að geta sett inn myndband fljótlega af Eyrúnu Birnu að dansa við lúðrasveitartónlist lundískra hippa.

föstudagur, 19. september 2008

Litla músin

Er að prófa þennan myndafídus hjá picasa og blogger. Algjör snilld!!!
Posted by Picasa

Hér er blogg

Nýtt blogg. Ætla að nota þetta held ég bara í framtíðinni.