Það var svo voðalega gott veður í dag að við Eyrúnu Birna nestuðum okkur upp eftir leikskóla og sóttum Írisi Dögg og Lilju litlu dóttur hennar og skelltum okkur á ströndina í Bjärred. Það er ekkert meira upplífgandi en að njóta frítímans síns við útiveru og fallegu veðri.
Ég hef annars tekið ákvörðun um það að tíminn frá leikskóla og fram að háttatíma verði við öll tækifæri sem gefast notaður í eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt. Lundur bíður upp á óteljandi möguleika til úti- og inniveru í góðum félagsskap og um að gera að nýta sér það. Þessi dagur var a.m.k. frábær! - Mun skemmtilegri en hann hefði verið við tiltekt og stúss innandyra og litlu snúlluna vælandi úr leiðindum. Vonandi getum við haft sem flesta daga svona.
1 ummæli:
Góð hugmynd!
Miklu skemmtilegra að gera eitthvað svona en að fara heim og taka til.......
Kv,
Magga
Skrifa ummæli