Jæja. Fórum á menningarnótt í Lundi í gær. Ég verð nú að viðurkenna að það var pínu spes. Ekki alveg eins og Reykjavík alla vega. Fyrst vorum við að hugsa um að fara bara heim en... svo ákváðum við að gefa þessu séns. Það borgar sig alltaf að gefa hlutunum smá séns og úr varð bara soldið skemmtilegt kvöld og spássitúr í "öðruvísi" Lundi.
Það er samt bara alltaf að koma betur og betur í ljós að Lundur er sveit.
Vonast til að geta sett inn myndband fljótlega af Eyrúnu Birnu að dansa við lúðrasveitartónlist lundískra hippa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli