fimmtudagur, 25. september 2008

Hjólapælingar - Vantar þig hjól?

Mig langar alveg svakalega mikið í þetta fína hjól. Búin að vera að vera að líta í kringum mig eftir nýju hjóli og er alveg kolfallin fyrir þessu. Kostar ekki nema 2999 kr. sænskar. Er ekki einhver sem vill kaupa nýja og afskaplega lítið notaða Mongoose fjallahjólið mitt, 21 gíra og alveg agalega fínt. Ég get sko m.a.s. reynt að koma því til Íslands ef einhver heima hefur áhuga á því. Hafiði samband. Hafiði samband! Langar svo agalega í nýtt og þægilegra hjól sem hentar betur lundískum aðstæðum.
Posted by Picasa

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

flott hjól.
ég skal spyrja í kring um mig varðandi fjallahjólið :)
kv,
anna