er byrjuð. Þvottavélin er komin af stað og uppþvottavélin líka. Uppsafnaðar blaðahrúgur eru komnar í endurvinnslukassann, barnið er baðað og ég er á leiðinni að búa um rúmin.
Mikið er ég glöð að þetta kláraðist á endanum. Helgin mun fara í að knúsa Eyrúnu Birnu eins mikið og ég mögulega get á meðan ég reyni að koma heimilinu smám saman í viðráðanlegt horf. Ég bind svo miklar vonir við vikuna. Planið er að endurnýja kynnin við vini og kunningja, taka til í nokkrum skúffum og skápum, klára nokkrar jólagjafir og... jú kannski mæta í tíma og kaupa bækurnar. Alls ekki lesa samt!
1 ummæli:
Til hamingju luv. Það var nú aldeilis gott gott að þessi törn er búin. Rauðvínið er alltaf miklu betra á bragðið eftir svona tarnir, meira að segja grensuvínið :-)
Skrifa ummæli