þriðjudagur, 23. september 2008

Mmmm matur

Sem ég er hér við skrifborðið að slafra í mig síðustu leifunum af grænmetissúpu helgarinnar, nýhlaupin og fín, dettur mér eitt í hug. Það er þrennt sem mér finnst bara algerlega ómissandi til matargerðar (fyrir utan salt og pipar) og þarf alltaf að vera til í skápunum til að mér líði vel. Það er laukur, hvítlaukur og ferskir tómatar og tómatar í dós.

Var ég annars búin að segja ykkur hvað eplin úr garðinum mínum eru afskaplega bragðgóð?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohhh epli. næs :)
knús,
anna.