Já, það er nú ekki eins og hún hafi einhverja stjórn á þessu litla greyið - eða að þetta hefði verið hennar fyrsta val ef hún hefði haft val - en Birnuskottið okkar er orðið lasið á ekki svo fínum tíma. Eftir ótrúlega lélega frammistöðu (m.a. sökum svefnleysis) í síðustu viku var ég búin að binda miklar vonir við mikil afköst í þessari viku.
Vikan byrjaði á því að Birnuskott hélt mér vakandi í tvo og hálfan tíma í nótt og í dag var hringt í mig af leikskólanum kl. hálf þrjú og ég beðin um að sækja lítinn kolamola. Restin af deginum hefur svo farið í að liggja hér og þar með skottið í fanginu og kúra. - Þetta kom á versta tíma þar sem Davíð er á námskeiði og fer í próf á föstudaginn þ.a. hann er eiginlega úti með þátttöku þessa vikuna. A.m.k. einn fyrirlestur sem ég missi af á morgun og guð veit hversu margir klukkutímar í lestur.... ARG.
Vonandi gengur þetta fljótt yfir.
2 ummæli:
God bedring!
I feel your pain....þetta er ekki auðvelt.....
Já þetta er pínu annað en þegar maður gat bara haft áhyggjur af náminu og engu öðru.... Þetta multitask gerir mann bara enn hæfari í erfiðari verkefni.
Er það ekki bara málið.
Anda inn - anda út......
tekur á - gangi þér vel sæta
kv.anna kr
Skrifa ummæli