... horfði á eftir músinni minni og pabba hennar fara gangandi út götuna á leið í kaffiboð. Langaði hræðilega mikið með. Í gamla daga þegar ég las undir próf fór veröld mín fram þar sem próflesturinn fór fram og ég saknaði einskis. Það er af sem áður var.
Mikið verð ég fegin þegar þessi próf eru búin. Er komin með langan lista yfir það sem ég ætla þá að gera. Efst er að knúsa Eyrúnu Birnu - og Davíð þegar hann kemur heim frá Íslandi.
1 ummæli:
Ert þú e-ð að koma heim á næstu 2 vikum? Ég heyrði þvi fleygt en greip það ekki alveg...
Skrifa ummæli