Hann pabbi minn skiptir ekki oft skapi. Í uppeldi mínu man ég eftir skiptum þar sem hann varð reiður við okkur systkinin og það var undantekningarlaust þegar við áttum það skilið. Þegar við höfðum sagt ósatt, verið löt og sérhlífin eða á annan hátt tillitslaus í garð annarra. Í raun er það eina sem ég hef séð fá reiðina til að brjótast út í honum er óheiðarleiki, ósanngirni og eiginhagsmunapot. Hvernig haldiði að honum sé innanbrjósts núna?
Skrítið að sjá svona mikla réttmæta reiði, örvæntngu, vonbrigði... allar þessar neikvæðu tilfinningar á sama stað og á sama tíma. Með hverju endar þetta?
2 ummæli:
Ég veit það ekki en ég er hræddur um að við verðum fyrir vonbrigðum. Hinir seku munu ganga lausir og hinir saklausu munu greiða fyrir mistök samferðamanna sinna og foreldra sinna og foreldra foreldra sinna.
Ég held það líka. Ætla ekki að gera mér of miklar vonir. En - eins og títtnefndur faðir minn sagði "Maðurinn núllar sig við aðstæðurnar og beinir svo sjónum að því, sem gleður hjatað í réttu samhengi."
Lífið verður ekki ömurlegt. En þetta er samt ömurlegt.
Skrifa ummæli