þriðjudagur, 11. nóvember 2008

Lítil dolla

Litla skottið mitt er að kafna úr frekju inni herbergi og þvertekur fyrir að fara að sofa. Er að henda bæði bangsanum sínum og sokkunum út úr rúminu á milli þess sem hún kúgast af öskrum.

Spurning um að fara að rifja upp Super Nanny trixin. Muniði einhver?

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki gefa eftir.

Nafnlaus sagði...

Dóttiir mín ældi nú um daginn af frekju!
En ef ég á að gefa einhver ráð er það bara að hlusta á pabba þinn.
Saló

Ásta Sóllilja (Sólin) sagði...

Jebb - gerði það og hún sofnaði út frá öskrunum. Það virkaði. Hún þagði og fór að sofa í næsta skipti.

Nafnlaus sagði...

Skynsöm lítil stúlka

Anna K i Koben sagði...

Hehehe þau eru rosaleg þessi börn og svo yndisleg.
Ég man samt eftir að hafa ætlað að fylgja súpernanni ráði sem var eitthvað á þá leið að ef maður tekur barnið uppúr rúminu þegar það er byrjað að frekjast að þá hefur björninn sigrað (þ.e litla dýrið).
Með minn þrjóskukall dugar ekkert slíkt - hann hefði úthald í alla nóttina (en ekki ég). Ég ákvað því að gerast svo kræf og fór gegn ráði þeirrar sem allt veit og viti menn barnið var bara mun meðfærilegra og þegar hann hætti að öskra og við fórum fram og skoðuðum bílana í glugganum þá gekk einhvern veginn betur að prófa aftur......
Já það reynir á mann og stundum dugar að hlusta á eigið hjarta.

Gangi ykkur vel mæðgum
kv.anna kristrún

Unknown sagði...

Þú gætir líka prófað að spyrja Mömmu, minnir að hún hafi átt eina svona...

Stizzling sagði...

Mér finnst þetta ekkert smá krúttleg lýsing.. Örugglega af því ég þarf ekki að standa í þessu sjálf :S
Miss jús!

Nafnlaus sagði...

He he rúsínan. Eitt skiptið varð Rebekka Rut mín blá af frekju-brjálæðis-grenji. Hélt að það væri bara þjóðsögur en þetta er víst hægt he he :)
Kveðja Hafdís Sig.

Unknown sagði...

Varðandi comment nr. 2...Ég þekki líka eins em ældi af frekju...gott ef hún er ekki eigandi þessarar síðu..

Ásta Sóllilja (Sólin) sagði...

Einmitt. Þakka ykkur fyrir þetta systkini mín. akvað þess vegna að hlusta bara á pabba... fyrst ég er svona sérstaklega vel heppnuð og allt það :D