Var að lesa enn eina fínu færsluna hér.
Ég var að ljúka við grunnkúrs í hagfræði fyrir lögfræðinga og þar var kennaranum mínum títtrætt um hvers vegna bændur væru svona valdamiklir í Evrópu... og víðar. Hvers vegna fá bændur alltaf allt sem þeir vilja á kostnað annarra? Jú - þeir eru tiltölulega lítill hópur, afskaplega vel skipulagður, með vel skilgreind markmið en jafnframt þverpólitískur. Þar sem þeir eru fáir en með góða þrýstipunkta fá þeir mikið í sinn hlut á kostnað okkar hinna, sem erum mörg og finnum lítið fyrir því hlutfallslega og því tekur því ekki fyrir okkur að skipuleggja okkur, stilla saman strengi og mótmæla mótmælum bænda. Borgar sig bara ekki.
Þetta er svona sirka það sem mun gerast ef þetta heldur áfram. Svipað eins og lýst er í þessari bloggfærslu hér að ofan. Smátt og smátt mun koma í ljós að við erum ekki samstillt og erum illa skipulögð og með illa skilgreind markmið. Við erum ekki sammála um hverju við viljum að mótmælin skili og hvaða aðferðum á að beita. Það mun verða til þess að smám saman heltist úr lestinni fólk sem sér það einfaldlega ekki borga sig fyrir sig að eyða kröftum í þátttöku í sameiginlegum mótmælum. Eftir verða margir hópar fárra og enginn þeirra mun hafa afl til að fá sínu fram.
Bara glatað að fólk geti ekki haldið skynseminni, gert raunhæfar kröfur og fyrst og fremst skilið skrílslætin eftir heima. Hvað er t.d. málið með að sækja ríkisstjórnina og bera hana út? Hvaða endemis rugl er þetta? Og hafa bara stjórnleysi? Eða setja við stjórnvölinn fólk sem notar aðferðir eins og þessar til að vinna með sínum málstað? Fólk sem sér ekkert að því að taka ákvarðanir án tillits til laga og þvinga þannig fram vilja sínum. Fólk... sem er litlu eða engu betra en þeir sem það þykir sig vera að berjast baráttu hinna réttlátu gegn.
Endemis rugl og vitleysa sem þetta er komið út í. Vonandi næst að vinda ofan af þessu áður en allt fer til fj...
1 ummæli:
Röddum raka og skynsemi ber að hampa.
Skrifa ummæli