Hér er helgin að byrja. Feðginin fóru rétt í þessu dúðuð í strætó á leið í jólagjafaleiðangur í miðbæ Lundar. Spennandi. Hér er allt á kafi í snjó og bætir stanslaust í. Jólakortin eru komin í póst og allar jólagjafir innpakkaðar nema þær sem Jökull ætlar að fá að aðstoða við. Jólatréð er úti í garði og verður sett upp á mánudagskvöldið. Smákökusortirnar eru orðnar sjö, hangikjötið komið úr frysti og laufabrauðin á sínum stað. Fyrir utan það að heimilið lítur út eins og eftir kjarnorkusprengju er þetta bara allt að koma. - Nema kannski jólaskapið mitt en það bara hlýtur að fara að kikka inn. Er það ekki?
Framundan er julefrokost hjá vinum í Hróaskeldu. Það ætti að verða jólalegt :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli