Ég get svarið það að ég þyrfti alls ekki að kveikja á útvarpinu hér frekar en ég vildi. Hér er bara stanslaus heimatilbúin tónlist allt frá því álfurinn minn vaknar og þar til hann sofnar. Í morgun vaknaði ég við jólasveina hreinn og hátta sem fóru að hátta á undan jólatröllunum í fyrrakvöld. Þá var illt í jólakirkju. Upp á stól stendur mín kanna er líka vinsælt.
Hér eru líka sungnar jóla-drykkjuvísur að sænskum sið "hej tomtegubbar, slå i glasen, och låt oss lustiga vara", sænskar þyrnirósarvísur og svo auðvitað eru vísurnar um heilaga Lúsíu vinsælar. Sérstaklega þessar þrjár línur (då kommer någon där, jag vet nu vem det är, sankta lucia, sankta lucia) sem geta oft gengið á repeat á meðan önnur verkefni eru leyst.
Mér finnst þetta stuð. Hlakka til að skreyta jólatréð með grísunum mínum á Þorlák og heyra hvað þeim dettur í hug að syngja saman. Verð að muna að kaupa appelsín í jólaölið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli