Föstudagskvöld í hvíld og kósí. Íþróttaskóli, þrif, afró, jóga, matur, spjall, spil, góðir vinir, átta tíma samfelldur svefn, piparkökur, piparkökumálun, laufabrauðsútskurður, glögg, malt og appelsín og dásemdarkaffiborð og loks meiri smákökubakstur og almennur frágangur í gula húsinu. Er það ekki svona sem desemberhelgarnar eiga að líða? Mmmmm. Litli jólasveinninn minn er að minnsta kosti sáttur.
1 ummæli:
Gott að heyra að hljóðið er jákvæðara í þér :)
Njótið þið aðventunar áfram saman.
knús Saló
Skrifa ummæli