föstudagur, 27. nóvember 2009

Kaos

Þannig líður mér bara þessa dagana. Allt á fullu á öllum vígstöðvum og einhvern veginn bara allt í graut í kollinum á mér. Ég næ ekki að halda í við kennarana mína í lestri, mæti ekki í ræktina, dunda mér lítið með EB, held heimilinu ekki hreinu, fer varla í búð og matseldin er tilviljanakennd og oft ekki upp á marga fiska. Hvað er í gangi eiginlega? Ég er dauðþreytt á morgnana, kvöldin og um miðjan dag.

Shit hvað svona tímabil eru óþolandi og mikið vona ég að þetta gangi fljótt yfir. Þoli ekki svona. Ætla að reyna að stíga fyrstu skrefin í átt að betra líferni í dag. Þrif, matarinnkaup og todo-listi. Hvernig hljómar það? Verkefni helgarinnar er svo að gera "stundatöflu" fyrir næstu viku og sjá hvort ég get ekki amk reynt að ná upp lærdómi og taka inn einhverja hreyfingu. Margir litlir sigrar hljóta að gera svo einn stóran.

1 ummæli:

Guðrún Birna sagði...

Jamm það er svipaður pakki hér. Er í alvöru des í næstu viku??? Nei nei nei nei. Það er jólaball og jólakaffi og jólaföndur og jóla jóla jóla og ég hef ENGAN tíma í að jólast eitt né neitt. Hef ekki tíma til að skrifa þetta. Jæja best að fara að horfa á telly. Er hætt á fb í 5 daga. Átak í gangi. Sjá blogg. HFF!

Baráttukveðj.
GB