Frábært. Var með plön um rækt og lestur fram að tíma sem á að byrja kl. 13:15. Var búin að koma mér fyrir við tölvuna með stílabók og kaffibolla, tilbúin að byrja að glósa grein, þegar ég rak augun í eftirfarandi tilkynningu á skjánum hjá mér "Don't forget two lectures concerning your master thesis on Wed. 25 Nov (10-12 at Crafoord II) and Mon. 7 Dec (13-14 at Crafoord II)." Klukkan var tíu mínútur í tíu. Ég hentist á fætur, greip allt í fangið (tölvuna, snúruna, stílabókina og veskið) hoppaði í strigaskó og úlpu og út. Hjólaði svo í hendingskasti hér niður í skóla þannig að dropaði af mér. Craaford II var tóm. Ég hafði verið að horfa á gamalt og úrelt skema. Fyrirlesturinn sem ég hentist á - er á föstudaginn.
Nú sit ég hér. Með tölvuna mína, kaffi og stílabók. Ósturtuð, ómáluð, sveitt, svöng, óræktuð og með ekkert íþróttadót. Dásamlegt alveg. Better make the most of it...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli