þriðjudagur, 1. desember 2009

Gúmmístígvélastelpan

Innkeyrslan mín var blaut í morgun þegar ég fór af stað og mér fannst himininn rigningarlegur. Ég er í hosum, gúmmístígvélum og gúmmíregnkápu. Jörðin er þurr og himininn er ekkert rigningarlegur. Ég er bara eins og bjáni. Skemmtilegt.

Mætt í skólann og búin að fá mér skólakaffi. Á dagskránni: "Rethinking aAgricultural Domestic Support Under the World Trade Organization"

2 ummæli:

Guðrún Birna sagði...

Hehe lendi oft í þessu - einmitt í regnjakkanum mínum...svo fer sólin að skína!
Dugleg dugleg.. er þetta lokaverkefnið þitt?

Ásta Sóllilja (Sólin) sagði...

Neits maður. Enginn tími til að byrja á því ennþá.