Stjórnarandstaðan dundar sé nú við að gagnrýna harðlega ákvörðun Seðlabankans um hækkun stýrivaxta. Stýrivaxtahækkunin er til að mæta kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem settar eru fram í tengslum við samningaviðræður um aðstoð við að rétta af stöðuna á Íslandi. Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leita til sjóðsins hefur líka verið gagnrýnd af sama fólki - amk hefur verið gefið í skyn af formönnum stjórnarandstöðuflokkana að skilyrðin sem gengið hafi verið að hafi verið óviðunandi.
Mig myndi svo gjarnan langa til að sjá þeirra lausn á málinu. Hvernig hefðu þeir farið að við að semja um vægari skilyrði? Hvert hefðu þeir þá leitað um lán ef ekki til IMF? Og bara yfirleitt - hvað annað ætluðu þeir að gera? Hef lítið heyrt um það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli