Já það er komin prófstemmning í stelpuna. Hvort bloggum fjölgar eða fækkar í prófstressi í Svíþjóð á eftir að koma í ljós en... það er alla vega nóg að gera. Þar sem allur minni tími fer í lestur þessa dagana er ég þvílíkt fegin að þetta er a.m.k. ágætlega skemmtilegt. Það var nú ekki alltaf þannig í þessa gömlu góðu.
Ég get samt alveg hugsað um fleira... og í dag var ég á vappi og þá allt í einu bættust við 3 jólagjafir. Ég er þá búin með 7. Hresst!
Annars langaði mig bara að hvetja ykkur samfélaga í kreppu til að stunda hreyfingu í vetrinum. Helst úti... en annars inni. Það er ekkert betra fyrir gleðiheilsuna en það!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli