föstudagur, 10. október 2008
Jákvætt III
Við hjónin ákváðum í gær að nú verður tekin pása frá yfirlegu yfir fréttaveitum og lífið heldur áfram. Ég heyrði kunningjakonu mína í dag sem tapaði öllu sparifé sínu á einni nóttu segja hina gömlu góðu línu "við grátum ekki dauða hluti." Þannig er það nú bara. Þetta er súrt. Það er ömurlegt að fylgjast með þessum hamförum og vita ekki hvernig framtíðin verður, en það er líka fleira sem skiptir miklu meira máli í lífinu. Nú er best að fara að snúa sér að því. Í kvöld ætla ég að eiga kósíkvöld með fjölskyldunni minni og á morgun ætla ég að hlægja frá mér allt vit í hópi góðra vina. Ekkert annað í stöðunni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli