Jæja. Hér gengur lífið bara sinn vanagang. Músin mín er orðin lasin eina ferðina enn og setur þar með á hvolf öll plön helgarinnar um lærdóm, strípur, lærdóm, matarboð, lærdóm og fleira.
Eins og áður vonar maður að þetta gangi fljótt yfir.
Það væri auðveldara að vorkenna henni ef hún væri raunverulega slöpp en hún er bara með hita og annars FÁRÁNLEGA hress - bara ekki í leikskólanum.
Ætli maður njóti þess ekki samt að vera með henni í kósíheitum í dag. :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli