þriðjudagur, 7. október 2008

Jákvætt

Þið getið ekki ímyndað mér hvað ég varð glöð þegar "stóra" litla stelpan mín vinkaði mér skælbrosandi bless á leikskólanum í morgun og hljóp svo skríkjandi inn til félaga sinna sem tóku skellihlægjandi á móti henni.

Ég ætla ekki að blogga um kreppuna. Að minnsa kosti ekki í þetta sinn. Of mikið að segja. Of lítið vitað. Of mikið af fólki að tjá sig um það sama. Það eina sem ég vil segja er að það var erfitt að vera í útlöndum í gær.

1 ummæli:

Guðrún Birna sagði...

Það er ekki hægt að lýsa því hvað maður er glaður þegar gengur vel á leikskólanum og að fá svona "kveðju" - bara æðislegt. Börnin eru málið :-)