föstudagur, 31. október 2008

Allt úr skorðum

Mér finnst bara frekar mikið flókið að vera í próflestri og þurfa að sinna annarra manna rössum. Nú eru þrír dagar í próf. Ég var búin að ákveða maraþonlestur í dag til að geta sótt EB kl. 16 og ekki farið strax aftur að læra heldur farið með henni í smá búningapartý og leyft henni að njóta móður sinnar í smá stund. Ef ég sæki hana 16 í dag verður hún ALEIN á leikskólanum frá 15-16. Það er haustfrí og Halloween og það eru greinilega allir foreldrar betri en ég og sækja börnin sín snemma. Nú verður maraþonlestur í öðru veldi... mér finnst hræðileg tilhugsun að hún sé bara alein að dröslast á leikskólanum með Andreas, sem er ekki einu sinni fóstri á hennar deild (ábyggilega fínn samt).

Ok... massa þá bara helgina í staðinn. En nei! Þá kemur allt í einu upp óvænt vakt hjá Davíð. Besti kosturinn er að flytja hana frá laugardegi frá 12-21 yfir á sunnudag frá 8-16. Sem sagt - besti kosturinn er alls ekki góður. Ég veit ekki hvernig það á eftir að fara með mig þar sem þetta er DAGURINN FYRIR PRÓF og þá er ég venjulega, og á rétt á að vera, geðveik. Ef ég myndi blóta... þá myndi ég blóta núna. Hrumpf.

Já... og ég gleymdi að segja að ég hef enn ekki sofið heila nótt - núna í 10 daga - og ég gerði mér cappuccino í dag... bara til að minna mig á að kaffibaunirnar mínar eru nánast ódrekkandi. Góður dagur??

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alveg glatað að ég geti ekki tekið Eyrún Birnu til mín um helgina, okkur veitt ekki af félagskapnum hérna á Klakanum.
Ég á líka góðar kaffibaunir ef þú vilt ;)
Það er bara að hugsa jákvætt og tækla þetta eins og þú ein getur.
Gerum okkar besta!!!!
kv. Salóme

Guðrún Birna sagði...

Sammála Salóme - þú gerir þitt besta í erfiðum aðstæðum. Vertu massadugleg þegar þú getur og nýttu hverja einustu stund... en hvíldu þig svo vel fyrir prófið. Njóttu þess að vera með EB krútt skjaldböku.

Good luck!
GB

Anna K i Koben sagði...

Gangi þér rosa vel skvísa. Þú rúllar þessu upp!

kv.anna