Jæja, þá er ég búin að kaupa hverja einustu jólagjöf sem keypt verður á þessu heimili. Svona getur maður verið snemma í því þegar maður er í fæðingarorlofi. Ég á reyndar eftir að föndra þrjár - en það verður bara gert á næstu dögum. Það er nú samt ekki nóg með að ég sé búin að kaupa allar jólagjafirnar. Ég er búin að pakka þeim flestum inn líka. Mér telst til að ég eigi eftir að pakka inn þremur gjöfum (auk þeirra þriggja sem ég á eftir að föndra). Jólakortin komu líka í hús í gær. Þau verða skrifuð í kvöld og send til Íslands á mánudaginn. Nú er því lítið annað að gera en bara að njóta desembermánaðar. Mig grunar nú líka að það verði ágætt að hafa minna en meira að gera síðustu dagana fyrir jól. Held það kosti alveg smá skipulag og skynsemi að pakka fyrir þriggja vikna Íslandsferð sem inniheldur jól, áramót, skírn og fjöldan allan af boðum, en líka sumarbústaðarferð, sundferðir, rólóferðir o.s.fv.
Lífið í fæðingarorlofi hefur lítið breyst. Þessi vika hefur verið heldur erfiðari en margar aðrar. Davíð hefur nánast ekkert sést hér heima og næturnar hafa ekki boðið upp á mikinn svefn. Fyrir vikið hefur hreyfing verið í lágmarki og mataræðið af orkuríkara taginu (lesist:súkkulaði). Húsið er nú heldur ekki í sínum fínasta búning og bara almennt hefur mér lítið orðið úr verki. Ég þoli ekki þegar mér verður lítið úr verki. Það klæðir mig ekki. Ég þoli líka mjög illa að hreyfa mig ekki og enn verr að borða ekki nægilega hollan mat. Agnes Elín er líka farin að fá pela á hverju kvöldi. Ástandið á andlegri líðan er eftir þessu. Svona eru fæðingarorlof bara. Fjöll og dalir. Það þýðir ekki að dvelja í dal. Þessa helgina ætla ég að klífa fjall.
Það hljómar kannski undarlega í ljósi þess sem á undan hefur verið sagt að þetta fjallaklifur skuli byrja með súkkulaðiáti. En þetta er special occation. Ég á nefnilega, þökk sé pabba (takk pabbi), jólablað Morgunblaðsins 2010. Ég er búin að vera að geyma það í nokkra daga. Nú er litlan sofandi og stóran að perla. Ég er með green chai í bolla og nokkra Maraboumola á kantinum og ætla að taka mér stund með jólablaðinu. Eftir það er það samt bara búst, og Zumba og tiltekt og þvottabrot og jólakortaskrif og og og... almennt fjallaklifur. Ég verð komin í þvílíkt stuð á mánudaginn. Vitiði bara til!
laugardagur, 11. desember 2010
laugardagur, 4. desember 2010
Þessar helgar eru bara alveg frábærar. Þið munið kannski að ég talaði um að um helgar væri ég ekki í fæðingarorlofi heldur bara venjuleg mamma. Þessa helgina er ég venjuleg mamma sem skellti sér barnlaus í ræktina í eftirmiðdaginn og sendi svo kallinn í sjósund.
Eldaði annars krónhjört í gær ofan í pabba minn. Ég hef núna tvisvar eldað beinlausa krónhjartarsteik og eftir þessi tvö skipti get ég frætt ykkur um að steikina á að elda þar til kjarnhiti hefur náð 62°. Þá á að taka steikina út og láta hana bíða undir álpappír í um 7 mínútur. Ekkert hlusta á neinar uppskriftir sem segja eitthvað annað. Sérstaklega ekki þær sem tala um 75°kjarnhita. Þær eru nú bara í ruglinu. Prófaði það ekki einu sinni. Athugið líka að þessar tölur eru alls ekki sveigjanlegar. 64°er of mikið og 60°er of lítið. Mæli líka með að steikin sé geymd í ísskáp í amk 5 daga fyrir eldun.
Nú gætu þeir sem eru vanir kokkar sagt að "þetta vita nú allir". En þetta vita bara ekki allir - og sérstaklega ekki kokkarnir sem setja uppskriftir að krónhjartarsteik á netið :-)
Eldaði annars krónhjört í gær ofan í pabba minn. Ég hef núna tvisvar eldað beinlausa krónhjartarsteik og eftir þessi tvö skipti get ég frætt ykkur um að steikina á að elda þar til kjarnhiti hefur náð 62°. Þá á að taka steikina út og láta hana bíða undir álpappír í um 7 mínútur. Ekkert hlusta á neinar uppskriftir sem segja eitthvað annað. Sérstaklega ekki þær sem tala um 75°kjarnhita. Þær eru nú bara í ruglinu. Prófaði það ekki einu sinni. Athugið líka að þessar tölur eru alls ekki sveigjanlegar. 64°er of mikið og 60°er of lítið. Mæli líka með að steikin sé geymd í ísskáp í amk 5 daga fyrir eldun.
Nú gætu þeir sem eru vanir kokkar sagt að "þetta vita nú allir". En þetta vita bara ekki allir - og sérstaklega ekki kokkarnir sem setja uppskriftir að krónhjartarsteik á netið :-)
fimmtudagur, 2. desember 2010
Allt á kafi í snjó
Hér er bókstaflega allt á kafi í snjó og fimm stiga frost úti (feels like -10). Það er dásamlega bjart og fallegt - en soldið flókið fyrir mömmur í fæðingarorlofi. Í morgun tókum við nágrannakonan okkur saman um að koma stelpunum okkar í leikskólan. Hún passaði krílin og ég keyrði stóru stubbana. Ég þurfti að sópa skafla af bílnum áður en ég lagði aðf stað og um tíma var tvísýnt um hvort ég kæmist úr stæðinu. Á eftir (eiginlega bráðum) þarf ég að sækja stubbinn aftur. Þá er ég að velta fyrir mér hvort það sé ekki ágæt hugmynd að testa torfærudekkin á vagninum. Þetta eru svona fæðingarorlofspælingar. Spennandi.
Eru svona dagar ekki svo bara dagar fyrir kerti og piparkökubakstur? Ég held það.
p.s. Ég skreytti á mánudaginn. Pabbi kemur á morgun. Jólaball á laugardaginn. Hangikjöt á sunnudaginn. Allt að gerast.
p.p.s. Ég grenjaði yfir Brothers & Sisters áðan. Bara eitt tár, en samt... Note to self: Get a life.
Eru svona dagar ekki svo bara dagar fyrir kerti og piparkökubakstur? Ég held það.
p.s. Ég skreytti á mánudaginn. Pabbi kemur á morgun. Jólaball á laugardaginn. Hangikjöt á sunnudaginn. Allt að gerast.
p.p.s. Ég grenjaði yfir Brothers & Sisters áðan. Bara eitt tár, en samt... Note to self: Get a life.
sunnudagur, 28. nóvember 2010
Dræm kjörsókn
Það er allt vitlaust á netinu vegna þessarar lélegu kjörsóknar. Ég skil það ekki. Þetta var bara svo fyrirsjáanlegt. Þetta er bara alveg í takt við umræðuna sem verið hefur í íslensku þjóðfélagi síðustu misseri. Allir hrópa á breytingar en fáir geta sagt nákvæmlega hverju á að breyta og hvernig eða hvernig það á að virka í framkvæmd. Fæstir setja sig það vel inn í málin að þeir geti rökrætt þau af einhverri skynsemi. Af hverju í ósköpunum hélt einhver að það yrði eitthvað öðruvísi í þessum kosningum? Endalaust margir frambjóðendur kosnir persónukjöri til að fjalla um málefni sem fæstir hafa nokkurn tímann kynnt sér eða pælt í. Að auki veit enginn almennilega hverju vinna þeirra sem kjörnir verða mun skila í raun eða hvaða áhrif niðurstöður þeirra muni hafa. Ég bara sá þetta því miður aldrei fara neitt öðruvísi en einmitt svona.
Vá hvað ég vona samt að Pawel hafi fengið öll atkvæðin sem hann þurfti til að ná kjöri.
Vá hvað ég vona samt að Pawel hafi fengið öll atkvæðin sem hann þurfti til að ná kjöri.
mánudagur, 22. nóvember 2010
brjóstogmjólk, mjólkogbrjóst, brjóstogmjólk, mjólk, brjóst, brjóst, mjólk....
Þetta er svona dáldið það sem ég er að hugsa um þessa dagana. Eftir mjög farsæla brjóstagjöf með fyrsta barn var þetta svona það síðasta sem ég bjóst við að þurfa að hafa áhyggjur af með Agnesi Elínu. Síðustu þrjár, fjórar vikurnar erum við mæðgurnar hins vegar búnar að vera að berjast við of lítið mjólkurmagn. Stundum er nóg, oft er ekki nóg en nóg til að hún kvarti örlítið frekar en orgi og stundum - stundum er bara alls ekki nóg.
Það er alveg ótrúlegt hvað er auðvelt að gefa öðrum ráð og hvað er erfitt að fara eftir þeim sjálfur. Áður en ég eignaðist Eyrúnu Birnu hugsaði ég að ég ætlaði sko ekkert að láta það eyðileggja mig alveg ef brjóstagjöfin gengi ekki upp. Ég myndi bara taka því, gefa barninu pela og einblína á það sem væri raunverulega mikilvægt; að hún væri heilbrigð og fengi ást og umhyggju. Svo bara gekk brjóstagjöfin vel og ég þurfti aldrei að standa við þetta.
Nú er annað uppi á teningnum. Ég hef ekki haft næga mjólk fyrir Agnesi Elínu og auðvitað líður mér eins og ég sé bara ekki að standa mig í móðurhlutverkinu. Ég hugsa alls konar afar óskynsamar hugsanir eins og hversu ósanngjarnt það er að geta fætt annað barnið vandræðalaust en ekki hitt, að ég hljóti að vera að gera eitthvað kolvitlaust í deginum mínum til að orsaka það að ég geti ekki framleitt mjólk ofan í krakkann eða jafnvel að ég hafi komið mér upp einhverjum leyndum sjúkdómi milli barna sem orsaki þetta. Ég hef m.a.s. gengið svo langt að velta fyrir mér hvort það geti í alvöru verið rétt að brjóstabörn séu gáfaðari en pelabörn, hvort ónæmiskerfi Agnesar Elínar verði í molum ef ég get ekki mjólkað ofan í hana og jafnvel hvort mjólkurleysi mitt orsakist af dulinni löngun til að geta skilið krakkann við mig og verið í friði. Þegar verst hefur látið hef ég verið sannfærð um að sökum þessarar eigingirni minnar verði Agnes Elín í besta falli án sömu tækifæra og systir henar í lífinu og í versta falli bæði heilsuveil og heimsk.
Ég tek fram að þessar hugsanir hafa aðeins varað nokkrar sekúndur í einu og þá einungis á þeim stundum sem örvænting mín hefur náð hámarki. Gjarnan á kvöldum þar sem barist hefur verið við hungurgrátur svo tímum skipti. Það að þær hafi krafsað sér leið upp á yfirborðið þrátt fyrir annars ágætis skynsemi mína og dómgreind segir mér þó að þrátt fyrir andúð mína á svokölluðum brjóstafasisma hafi skilaboð hans einhvern veginn náð að rata inn í meðvitund mína. Hvað er málið með það?
Sannleikurinn er sá að ég er tilbúin að fórna ansi miklu til að geta haft Agnesi Elínu á brjósti. Mér finnst magnað að sjá hana stækka og þroskast og þyngjast með einungis þeirri næringu sem ég bý til handa henni. Ég trúi því að brjóstamjólk sé besta næringin sem völ er á fyrir ungabörn. Mér finnst stundirnar okkar þegar hún fær nóg að drekka yndislegar og mér finnst ómetanleg forréttindi að geta myndað þessi tengsl við hana á fyrstu mánuðum ævi hennar. Tilhugsunin um að þessi barátta okkar við mjólkurleysi væri upphafið á endinum á brjóstagjöfinni í þetta skiptið þykir mér óbærileg.
Sem betur fer hefur þessi vika gengið betur. Með ýmsum góðum ráðum frá góðum konum og mikilli þrjósku hefur mér tekist að vinna bug á þessu vandamáli í bili. Það er kannski þess vegna sem ég get sagt núna - Hvað er málið með brjóstafasismann?? Ég er sannfærð um að afar fáar mömmur hætta með börnin sín á brjósti "af-því-bara". Ég trúi ekki öðru en að þær tilfinningar sem ég lýsi hér að ofan séu þær sem flestar mæður finna fyrir þegar þær sjá fram á að þurfa að hætta með börnin sín á brjósti áður en það er orðið tímabært. Þegar baráttan við mjólkina byrjar er því það síðasta sem þær þurfa að heyra að "það geta allar konur fætt börnin sín og ef þú mjólkar ekki nóg þá er það bara þér að kenna". Þetta er kannski ekki sagt með þessum orðum en þetta eru samt skilaboðin. Eins og sjá má hér að ofan er mjög auðvelt að brjóta sig niður þegar maður upplifir getuleysi í þessu frumhlutverki móðurinnar. Það niðurbrot gerist alveg að sjálfu sér og þarf ekkert aðstoð fagaðila við það. Það er gott að taka húsráðum (eða fagráðum) góðra kvenna og fylgja þeim eftir. Ef það dugar ekki til, barnið er svangt og móðurinn líður illa, er ekkert annað að gera en að blanda pela. Þannig er það bara stundum og það er allt í lagi.
Vonandi þarf ég ekki að hafa áhyggjur af þessu aftur. Nenniði samt að minna mig á þetta næst þegar ég berst við mjólkurleysi og fer að taka meira mark á brjóstafasistunum en sjálfri mér.
Það er alveg ótrúlegt hvað er auðvelt að gefa öðrum ráð og hvað er erfitt að fara eftir þeim sjálfur. Áður en ég eignaðist Eyrúnu Birnu hugsaði ég að ég ætlaði sko ekkert að láta það eyðileggja mig alveg ef brjóstagjöfin gengi ekki upp. Ég myndi bara taka því, gefa barninu pela og einblína á það sem væri raunverulega mikilvægt; að hún væri heilbrigð og fengi ást og umhyggju. Svo bara gekk brjóstagjöfin vel og ég þurfti aldrei að standa við þetta.
Nú er annað uppi á teningnum. Ég hef ekki haft næga mjólk fyrir Agnesi Elínu og auðvitað líður mér eins og ég sé bara ekki að standa mig í móðurhlutverkinu. Ég hugsa alls konar afar óskynsamar hugsanir eins og hversu ósanngjarnt það er að geta fætt annað barnið vandræðalaust en ekki hitt, að ég hljóti að vera að gera eitthvað kolvitlaust í deginum mínum til að orsaka það að ég geti ekki framleitt mjólk ofan í krakkann eða jafnvel að ég hafi komið mér upp einhverjum leyndum sjúkdómi milli barna sem orsaki þetta. Ég hef m.a.s. gengið svo langt að velta fyrir mér hvort það geti í alvöru verið rétt að brjóstabörn séu gáfaðari en pelabörn, hvort ónæmiskerfi Agnesar Elínar verði í molum ef ég get ekki mjólkað ofan í hana og jafnvel hvort mjólkurleysi mitt orsakist af dulinni löngun til að geta skilið krakkann við mig og verið í friði. Þegar verst hefur látið hef ég verið sannfærð um að sökum þessarar eigingirni minnar verði Agnes Elín í besta falli án sömu tækifæra og systir henar í lífinu og í versta falli bæði heilsuveil og heimsk.
Ég tek fram að þessar hugsanir hafa aðeins varað nokkrar sekúndur í einu og þá einungis á þeim stundum sem örvænting mín hefur náð hámarki. Gjarnan á kvöldum þar sem barist hefur verið við hungurgrátur svo tímum skipti. Það að þær hafi krafsað sér leið upp á yfirborðið þrátt fyrir annars ágætis skynsemi mína og dómgreind segir mér þó að þrátt fyrir andúð mína á svokölluðum brjóstafasisma hafi skilaboð hans einhvern veginn náð að rata inn í meðvitund mína. Hvað er málið með það?
Sannleikurinn er sá að ég er tilbúin að fórna ansi miklu til að geta haft Agnesi Elínu á brjósti. Mér finnst magnað að sjá hana stækka og þroskast og þyngjast með einungis þeirri næringu sem ég bý til handa henni. Ég trúi því að brjóstamjólk sé besta næringin sem völ er á fyrir ungabörn. Mér finnst stundirnar okkar þegar hún fær nóg að drekka yndislegar og mér finnst ómetanleg forréttindi að geta myndað þessi tengsl við hana á fyrstu mánuðum ævi hennar. Tilhugsunin um að þessi barátta okkar við mjólkurleysi væri upphafið á endinum á brjóstagjöfinni í þetta skiptið þykir mér óbærileg.
Sem betur fer hefur þessi vika gengið betur. Með ýmsum góðum ráðum frá góðum konum og mikilli þrjósku hefur mér tekist að vinna bug á þessu vandamáli í bili. Það er kannski þess vegna sem ég get sagt núna - Hvað er málið með brjóstafasismann?? Ég er sannfærð um að afar fáar mömmur hætta með börnin sín á brjósti "af-því-bara". Ég trúi ekki öðru en að þær tilfinningar sem ég lýsi hér að ofan séu þær sem flestar mæður finna fyrir þegar þær sjá fram á að þurfa að hætta með börnin sín á brjósti áður en það er orðið tímabært. Þegar baráttan við mjólkina byrjar er því það síðasta sem þær þurfa að heyra að "það geta allar konur fætt börnin sín og ef þú mjólkar ekki nóg þá er það bara þér að kenna". Þetta er kannski ekki sagt með þessum orðum en þetta eru samt skilaboðin. Eins og sjá má hér að ofan er mjög auðvelt að brjóta sig niður þegar maður upplifir getuleysi í þessu frumhlutverki móðurinnar. Það niðurbrot gerist alveg að sjálfu sér og þarf ekkert aðstoð fagaðila við það. Það er gott að taka húsráðum (eða fagráðum) góðra kvenna og fylgja þeim eftir. Ef það dugar ekki til, barnið er svangt og móðurinn líður illa, er ekkert annað að gera en að blanda pela. Þannig er það bara stundum og það er allt í lagi.
Vonandi þarf ég ekki að hafa áhyggjur af þessu aftur. Nenniði samt að minna mig á þetta næst þegar ég berst við mjólkurleysi og fer að taka meira mark á brjóstafasistunum en sjálfri mér.
laugardagur, 20. nóvember 2010
Fæðingarorlof á laugardegi
Um helgar er ég ekki í fæðingarorlofi. Ef ég væri í vinnu væru helgar líka helgar. Þar sem fæðingarorlofið er mín vinna eru helgar líka helgar núna. Ég veit ekki hvort einhver skilur þetta. Er ekki frí bara frí? En þannig er það ekki. Í dag tek á ofan fæðingarorlofshattinn og set upp helgarmömmuhattinn. Framundan er kirkjuskóli, brúðuleikhús, hverfisskemmtun, piparkökubakstur og svínasteik.
Og þó ég hafi fengið mér pizzu og jólaglögg í gærkvöldi ætla ég samt að halda upp á þennan nammidag. Ég er hvort sem er löngu búin að breyta nammidögum í nammisólarhringa.
Og þó ég hafi fengið mér pizzu og jólaglögg í gærkvöldi ætla ég samt að halda upp á þennan nammidag. Ég er hvort sem er löngu búin að breyta nammidögum í nammisólarhringa.
fimmtudagur, 18. nóvember 2010
Í fæðingarorlofi að borða laxasalat
Það er skrítin stemmning að vera í fæðingarorlofi. Maður er hvort tveggja í senn, í fríi og í alls engu fríi. Það er ekki langt síðan ég var í fæðingarorlofi með Eyrúnu Birnu. Ekki nema rúm tvö ár síðan því lauk. Það er samt nógu langur tími til þess að ég væri alveg búin að gleyma því að maður kemur engu í verk í fæðingarorlofi, janfvel þó að allir standi í þeirri trú að maður hafi allan tímann í heiminum. Við Agnes Elín erum núna búnar að vera í fæðingarorlofi saman í rúma tvo mánuði. Enn hef ég afar fátt því sem ég ætlaði að vera svo dugleg að gera í orlofinu. Ég er ekki búin að lesa leiðbeiningarnar með myndavélinni minni spjaldanna á milli og hef aldrei farið með hana út að taka myndir. Ég er ekki byrjuð í fjarnámi í sænsku. Ég hef ekkert skrappað enn og hef bara ósköp lítið sinnt myndum og myndaalbúmum fjölskyldunnar. Ég hef bara farið í örfá skipti í mömmuleikfimi, bara tvisvar föndrað með Eyrúnu Birnu, einu sinni bakað og aldrei eldað eftir öðrum uppskrifum en þeim sem fylgja Linas Matkasse. Ég hef einu sinni horft á sjónvarpsþátt að degi til (í gær) og þau eru teljandi á fingrum annarrar handar skiptin sem ég hef lagt mig. Ég ætla ekki einu sinni að byrja á öllu því sem ég er ekki búin að gera á fræðilega sviðinu, greinunum sem ég hef ekki lesið, dómunum sem ég er ekki búin að vera að fylgjast með, bloggfærslunum sem ég hef ekki skrifað o.s.fv. Hvað er ég þá búin að vera að gera?? Ekki hugmynd!
Ég hef því ákveðið að blogga í orlofinu. Það er ekki víst að bloggfærslurnar verði allar mjög spennandi enda ætlunin að halda nokkurs konar dagbók hér á netinu - ekki síst til að reyna að átta mig á því hvað dagarnir mínir fara í. Hvernig er lífið í fæðingarorlofi í Lundi? Ég gæti hugsað mér að setja mér reglulega einhver markmið og fylgjast svo með því hvernig mér gengur að klára þau. Hér langar mig líka að deila með ykkur uppskriftum sem ég prófa (vonandi), skrappsíðum sem ég klára (vonandi) og kannski fer ég einhvern tímann að geta sett inn fallegar myndir sem mér tekst að skjóta á gersemina mína. Það getur vel verið að ég læði inn hér einhverjum þjóðfélagspælingum en líklegast verður það sjaldnar. Það er bara svo sjaldan sem mér tekst að hugsa heila hugsun frá byrjun til enda þessa dagana. Efnið er opið en eitt er víst - bloggið er komið aftur.
Í dag er einn af þessum dögum sem ég var búin að sjá fyrir mér að ég myndi eiga mikið af í orlofinu en hefur ekki tekist að eiga nema fáa enn sem komið er. Mér tókst nefnilega að strunsa með Eyrúnu Birnu í leikskólann klukkan 09:00 og halda svo áfram niður í Gerdahallen (ræktin mín) og vera mætt í leikfimi kl. 09:45. Mikið var það nú hressandi. Fullt af glöðum eða gargandi krílum og mömmum í jafnslæmu formi og ég að gera ótrúlega leiðinlegar kerlingaæfingar við sænsk júróvisíonlög. Hljómar ekki vel? Þetta var sko fínt. Ég segi ekki að ég myndi velja þetta fram yfir góðan Body Pump tíma en það er bara ótrúlegt hvað maður getur sætt sig við þegar ekki er annað í boði. Agnesi Elínu fannst líka bara mjög fyndið að fylgjast með mömmu sinni á fjórum fótum með rassinn út í loftið að pissa eins og hundur.
Eftir að hafa strunsað aftur heim og þannig náð bara alveg hátt í tveggja tíma samfelldri hreyfingu þennan morguninn ákvað ég að hádegismaturinn fengi ekki að vera neitt annað en hollur. Ég notaði hugmynd frá Níní sem innblástur og bjó mér til dásamlega gott laxasalat og skellti ofan á hrökkbrauð.
Laxasalat
1 lítil dós kotasæla
ca 1/4 avocado
2 egg
reyktur lax eftir smekk (ég notaði kannski svona dl)
Avocadoið, eggin og laxinn skar ég svo smátt og blandaði út í kotasæluna og kryddaði svo með pipar og heilsusalti (herbamare). Þessu skellti ég svo ofan á gróft hrökkbrauð og það besta er að það er hellings afgangur fyrir hádegismatinn á morgun.
Ef ég hefði mátt borða rauðlauk hefði hann auðvitað verið fullkominn smátt saxaður út í (kannski svona 1/4 laukur þá). Þar sem Agnes Elín er magakveisu kríli á brjósti verður það bara að bíða betri tíma.
Ég hef því ákveðið að blogga í orlofinu. Það er ekki víst að bloggfærslurnar verði allar mjög spennandi enda ætlunin að halda nokkurs konar dagbók hér á netinu - ekki síst til að reyna að átta mig á því hvað dagarnir mínir fara í. Hvernig er lífið í fæðingarorlofi í Lundi? Ég gæti hugsað mér að setja mér reglulega einhver markmið og fylgjast svo með því hvernig mér gengur að klára þau. Hér langar mig líka að deila með ykkur uppskriftum sem ég prófa (vonandi), skrappsíðum sem ég klára (vonandi) og kannski fer ég einhvern tímann að geta sett inn fallegar myndir sem mér tekst að skjóta á gersemina mína. Það getur vel verið að ég læði inn hér einhverjum þjóðfélagspælingum en líklegast verður það sjaldnar. Það er bara svo sjaldan sem mér tekst að hugsa heila hugsun frá byrjun til enda þessa dagana. Efnið er opið en eitt er víst - bloggið er komið aftur.
Í dag er einn af þessum dögum sem ég var búin að sjá fyrir mér að ég myndi eiga mikið af í orlofinu en hefur ekki tekist að eiga nema fáa enn sem komið er. Mér tókst nefnilega að strunsa með Eyrúnu Birnu í leikskólann klukkan 09:00 og halda svo áfram niður í Gerdahallen (ræktin mín) og vera mætt í leikfimi kl. 09:45. Mikið var það nú hressandi. Fullt af glöðum eða gargandi krílum og mömmum í jafnslæmu formi og ég að gera ótrúlega leiðinlegar kerlingaæfingar við sænsk júróvisíonlög. Hljómar ekki vel? Þetta var sko fínt. Ég segi ekki að ég myndi velja þetta fram yfir góðan Body Pump tíma en það er bara ótrúlegt hvað maður getur sætt sig við þegar ekki er annað í boði. Agnesi Elínu fannst líka bara mjög fyndið að fylgjast með mömmu sinni á fjórum fótum með rassinn út í loftið að pissa eins og hundur.
Eftir að hafa strunsað aftur heim og þannig náð bara alveg hátt í tveggja tíma samfelldri hreyfingu þennan morguninn ákvað ég að hádegismaturinn fengi ekki að vera neitt annað en hollur. Ég notaði hugmynd frá Níní sem innblástur og bjó mér til dásamlega gott laxasalat og skellti ofan á hrökkbrauð.
Laxasalat
1 lítil dós kotasæla
ca 1/4 avocado
2 egg
reyktur lax eftir smekk (ég notaði kannski svona dl)
Avocadoið, eggin og laxinn skar ég svo smátt og blandaði út í kotasæluna og kryddaði svo með pipar og heilsusalti (herbamare). Þessu skellti ég svo ofan á gróft hrökkbrauð og það besta er að það er hellings afgangur fyrir hádegismatinn á morgun.
Ef ég hefði mátt borða rauðlauk hefði hann auðvitað verið fullkominn smátt saxaður út í (kannski svona 1/4 laukur þá). Þar sem Agnes Elín er magakveisu kríli á brjósti verður það bara að bíða betri tíma.
þriðjudagur, 5. október 2010
Nýtt tækni
Bloggandi úr Android. Thad er hugsanlegt ad bloggin verdi nú fleiri. Nokkrar hugmyndir ad orlofsbloggthema. Kannski madur endurvekji thetta...
Published with Blogger-droid v1.6.1
sunnudagur, 30. maí 2010
Júróvisíon
Í fyrsta skipti síðan ég byrjaði að fygljast með júróvisíon vann lagið sem ég hélt með (uu.. fyrir utan Ísland audda).
þriðjudagur, 27. apríl 2010
EB: Mamma, hvað varstu að gera?
Mamma: Hitta vinkonur mínar aðeins.
EB: Hvaða vinkonur áttu?
Mamma: Mmm... Elvu og Guðbjörgu.
EB: Og líka Sigrún, mamma hennar Borghildars?
Mamma: Jájá, líka Sigrún. Og Ragnheiður, mamma hennar Söru.
EB: Hvaða vinkonur áttu meir?
Mamma: Mmm... Níní og Elvu, mömmu hans Lúkasar.
EB: Og hvað svo meir?
Mamma: Salóme og Hildi og Guðrúnu Birnu og Ásdísi og margar margar bara...
EB: En hvaða vinkonur áttu meir??
Pabbi (líklegast farið að gruna að eitthvað sé undirliggjandi þessum áhuga): Hvaða vinkonum manst þú eftir?
EB (brosir eins og mamman sé algjör kjáni): EYRÚN BIRNA!!! (svo hlær hún) Þú gleymdir mér!!!
Mamma: Hitta vinkonur mínar aðeins.
EB: Hvaða vinkonur áttu?
Mamma: Mmm... Elvu og Guðbjörgu.
EB: Og líka Sigrún, mamma hennar Borghildars?
Mamma: Jájá, líka Sigrún. Og Ragnheiður, mamma hennar Söru.
EB: Hvaða vinkonur áttu meir?
Mamma: Mmm... Níní og Elvu, mömmu hans Lúkasar.
EB: Og hvað svo meir?
Mamma: Salóme og Hildi og Guðrúnu Birnu og Ásdísi og margar margar bara...
EB: En hvaða vinkonur áttu meir??
Pabbi (líklegast farið að gruna að eitthvað sé undirliggjandi þessum áhuga): Hvaða vinkonum manst þú eftir?
EB (brosir eins og mamman sé algjör kjáni): EYRÚN BIRNA!!! (svo hlær hún) Þú gleymdir mér!!!
fimmtudagur, 22. apríl 2010
Magnað
Mér finnst bara svo endalaust magnað að í bumbunni minni sé lítið kríli með um 4cm breiðan haus sem er samt með hjarta sem slær og tíu fingur og tíu tær.
Annars snjóar í Lundi í dag.
Annars snjóar í Lundi í dag.
föstudagur, 26. mars 2010
fimmtudagur, 25. mars 2010
Við freistingum gæt mín...
Ég vildi að konurnar í kaffiteríunni í Juridicum bökuðu ekki svona hræðilega góðar og girnilegar kanelbollur. Rak augun í kanelbolluturn rétt í þessu og nú get ég ekki hugsað um neitt annað - sérstaklega ekki "passing-on defence".
Uppgötvun dagsins
Ég hjólaði í skólann í morgun og gerði skemmtilega uppgötvun á leiðinni. Fyrri helming ferðarinnar var ég reyndar upptekin við að pirra mig á því að bakpokinn minn væri of þungur og yfir tárunum sem láku úr augunum í vindinum og klesstu morgunfarðann. En svo allt í einu áttaði ég mig á því að ég var komin úr vettlingunum, sólin skein í andlitið á mér, jakkinn var opinn og ég var í strigaskóm! Lyktin í loftinu minnti mig á fallega vordaga í Austurríki forðum daga og einhver boli var horfinn úr vindinum sem blés í andlitið á mér. Vorið er loksins komið í Lundi!
mánudagur, 22. febrúar 2010
Get ekki meiri vetur
Ég heyrði í dag að vorið kæmi 15. mars og sumarið 1. apríl. Ég vona svo sannarlega að það sé rétt. Ég get ekki mikið meiri vetur. Eyrún Birna grenjaði í morgun þegar hún sá ullarnærfötin sín. Hún er líka búin að fá nóg held ég.
þriðjudagur, 16. febrúar 2010
Minning um magnaða konu
Í dag lauk merkileg kona lífi sínu. Lífi sem einkenndist af fórnfýsi og dugnaði, trúfesti, staðfesti, djörfung og gleði. Amma Sveina er dáin. Sveina var ekki amma mín. Hún var hins vegar amma mjög margra sem ég umgekkst mikið um tíma og þess vegna er hún og verður alltaf fyrir mér - amma Sveina.
Amma Sveina var annar helmingur magnaðs tvíeykis sem ég kynntist þegar ég fyrst fór að starfa í sumarbúðunum í Ölveri árið 1994. Hinn helmingurinn var Bettý. Sveina var forstöðukona. Bettý var ráðskona. Sér til aðstoðar við að stýra heilum sumarbúðum höfðu þær okkur. Stelputrippi sem höfðu lítið að vopni annað en viljann og höfðu takmarkaðan skilning á þeirri miklu reynslu og visku sem bjó í Bettý og Sveinu. Sumarið var stormasamt og lærdómsríkt. Síðan eru liðin rúm 15 ár. Á þessum árum vitkaðist ég og með vitinu kom skilningurinn.
Bettý kvöddum við fyrir all nokkrum árum eftir baráttu við banvænan sjúkdóm. Í dag kvaddi Sveina. Sumarið 1994 var byrjunin á góðu, á yndislegu samstarfi við Sveinu hvort heldur sem var sem starfsmaður hennar, meðstjórnarmaður eða sem stjórnarmaður sem naut þess að starfa undir fyrirbænum og velvild hennar.
Sveina helgaði líf sitt Ölveri, KFUK og SÍK. Hún helgaði einnig líf sitt börnum sínum og barnabörnum. En fyrst og fremst helgaði hún líf sitt Guði. Hún var trúföst og bænheit og ósérhlífin með öllu. Hún skoraðist ekki undan tækifæri til að vinna verk í ríki Guðs, hversu stórt eða smátt sem það var. Hún var fyrirmynd. Ég mun sakna þess að upplifa ekki hlýtt faðmlag hennar og viðmót á mannamótum þar sem þess væri annars að vænta. En hún er nú á besta stað og það er hverjum manni hvatning að reyna að fylla í þau spor sem hún skilur eftir hér. Hennar hógværu störf munu bera ávöxt langt umfram það sem nokkurn tímann verður mælt.
Minningin um Sveinu er góð. Um leið og fráfall slíkrar konu er syrgt ber að fagna og gleðjast yfir löngu og hamingjuríku lífi hennar sem bar svo ríkulega ávöxt, sem börn hennar og aðrir afkomendur bera vitni.
Amma Sveina var annar helmingur magnaðs tvíeykis sem ég kynntist þegar ég fyrst fór að starfa í sumarbúðunum í Ölveri árið 1994. Hinn helmingurinn var Bettý. Sveina var forstöðukona. Bettý var ráðskona. Sér til aðstoðar við að stýra heilum sumarbúðum höfðu þær okkur. Stelputrippi sem höfðu lítið að vopni annað en viljann og höfðu takmarkaðan skilning á þeirri miklu reynslu og visku sem bjó í Bettý og Sveinu. Sumarið var stormasamt og lærdómsríkt. Síðan eru liðin rúm 15 ár. Á þessum árum vitkaðist ég og með vitinu kom skilningurinn.
Bettý kvöddum við fyrir all nokkrum árum eftir baráttu við banvænan sjúkdóm. Í dag kvaddi Sveina. Sumarið 1994 var byrjunin á góðu, á yndislegu samstarfi við Sveinu hvort heldur sem var sem starfsmaður hennar, meðstjórnarmaður eða sem stjórnarmaður sem naut þess að starfa undir fyrirbænum og velvild hennar.
Sveina helgaði líf sitt Ölveri, KFUK og SÍK. Hún helgaði einnig líf sitt börnum sínum og barnabörnum. En fyrst og fremst helgaði hún líf sitt Guði. Hún var trúföst og bænheit og ósérhlífin með öllu. Hún skoraðist ekki undan tækifæri til að vinna verk í ríki Guðs, hversu stórt eða smátt sem það var. Hún var fyrirmynd. Ég mun sakna þess að upplifa ekki hlýtt faðmlag hennar og viðmót á mannamótum þar sem þess væri annars að vænta. En hún er nú á besta stað og það er hverjum manni hvatning að reyna að fylla í þau spor sem hún skilur eftir hér. Hennar hógværu störf munu bera ávöxt langt umfram það sem nokkurn tímann verður mælt.
Minningin um Sveinu er góð. Um leið og fráfall slíkrar konu er syrgt ber að fagna og gleðjast yfir löngu og hamingjuríku lífi hennar sem bar svo ríkulega ávöxt, sem börn hennar og aðrir afkomendur bera vitni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)