sunnudagur, 8. febrúar 2009

Hádegistónleikar

Er á hádegistónleikum. Sit hér í eldhúsinu mínu með barnamónitorinn og hlusta á dóttur mína, sem liggur úti í vagni og syngur fyrir mig "Lille kat" á milli þess sem hún kallar "Maaaaaaaaammmaaaaaaa, Áááátta (Ásta), Eyj Bidda lúlla... NEI" Meira hvað maður hefur sterkar skoðanir ekki hærri í loftinu en þetta.

Lille kat er annars soldið uppáhald. Ef þið munið eftir laginu hennar Ídu úr Emil í Kattholti, Litli grís, þá kannist þið við þetta. Sama lag. Annað erindi.

Nú er hún reyndar byrjuð á "Bä bä vita lamm". Það er líka svolítið hátt á listanum. Ég þarf greinilega að fara að taka fram íslensku vísnabókina okkar. Eins gott að amma Lína er að koma í heimsókn.

Við keyrðum Davíð á lestarstöðina í hádeginu. Hann er að fara í vikuferð til Alingsås (sem er nett krummaskuð) að reyna að næla okkur í smá aukapening. Við söknum hans strax.