miðvikudagur, 30. desember 2009

You can negotiate all you want...

Var ég einhvern tímann búin að segja ykkur að ég var fyrir jól í tímum hjá írskum lögfræðingi, Leo Flynn, sem starfar hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, nánar tiltekið með ríkisstyrki. Hann spurði mig leyfis áður en hann notaði í kennslu hugtak sem þekkt er orðið innan hans geira "the Icelandic idiocy". Síðan sagði hann "You will never enter the Union. You can negotiate all you want but we all know it will all lead to nothing." Þar hafiði það. Var samt fínn. Mjög fínn.

þriðjudagur, 29. desember 2009

Heimilislegt

Það er eitthvað heimilislegt við mjúkar piprur sem eru búnar að standa á jólaborðinu síðan á aðfangadagskvöld.

miðvikudagur, 23. desember 2009

Skemmtilegt

Níu mínútur búnar og ég er þegar búin að fá tvær jólakveðjur. Frá biskup og forseta. Hresst.

OCD Pæling

Er mjög slæmt að ganga á eftir krílunum sínum í jólastemmningunni og færa til jólaskrautið sem þau hengja á tréð?

mánudagur, 21. desember 2009

Notalegt

Ég þarf klárlega að fara að finna auðvelda leið til að setja inn myndskeið. Sumri stemmningu er bara engan veginn hægt að lýsa með orðum. Til dæmis þeirri sem ríkir í eldhúsinu mínu núna. Hér á neðri hæðinni er ástandið eins og í laginu góða "... á réttum stað ei neitt, ryksugan á gólfinu og..." Það skiptir engu. Tvær tveggja ára "bästis vinir" og ég fórum út áðan að leika í snjónum. Þær létu draga sig í snjónum, lærðu að búa til engla og óðu snjó upp í mitti til að komast út á róló. Meira hvað maður rennir hratt í snjóbuxum á snjóblautri rennibraut. Nú erum við hér í eldhúsinu með heitt kakó og brauð með mysing og gormarnir dilla sér við íslensk jólalög. Þær eru svo glaðar, með kakóið - og með hvora aðra, bästis vinirnir.

Svo kom líka slatti af jólakortum í póstkassann í dag og það bíður eftir okkur pakki á pósthúsinu. Ætli það séu ekki bara að koma jól - með jólaskapi og allt saman!

Er einhver sem vill skrifa fyrir mig tvær ritgerðir annars? Í boði er annars vegar Sérstaða lyfjaiðnaðarins með tilliti til beitingu evrópskra samkeppnisreglna og hins vegar eitthvað ótrúlega spennandi efni að eigin vali um ríkisstyrki.

Jólalög

Ég get svarið það að ég þyrfti alls ekki að kveikja á útvarpinu hér frekar en ég vildi. Hér er bara stanslaus heimatilbúin tónlist allt frá því álfurinn minn vaknar og þar til hann sofnar. Í morgun vaknaði ég við jólasveina hreinn og hátta sem fóru að hátta á undan jólatröllunum í fyrrakvöld. Þá var illt í jólakirkju. Upp á stól stendur mín kanna er líka vinsælt.

Hér eru líka sungnar jóla-drykkjuvísur að sænskum sið "hej tomtegubbar, slå i glasen, och låt oss lustiga vara", sænskar þyrnirósarvísur og svo auðvitað eru vísurnar um heilaga Lúsíu vinsælar. Sérstaklega þessar þrjár línur (då kommer någon där, jag vet nu vem det är, sankta lucia, sankta lucia) sem geta oft gengið á repeat á meðan önnur verkefni eru leyst.

Mér finnst þetta stuð. Hlakka til að skreyta jólatréð með grísunum mínum á Þorlák og heyra hvað þeim dettur í hug að syngja saman. Verð að muna að kaupa appelsín í jólaölið.

sunnudagur, 20. desember 2009

Jólakort

Ásta Sóllilja
Skyttelinjen 289
22649 Lund
Sverige...

...er spennt að fá öll jólakortin sín í hús!!! :-)

laugardagur, 19. desember 2009

Helgin fyrir jól

Hér er helgin að byrja. Feðginin fóru rétt í þessu dúðuð í strætó á leið í jólagjafaleiðangur í miðbæ Lundar. Spennandi. Hér er allt á kafi í snjó og bætir stanslaust í. Jólakortin eru komin í póst og allar jólagjafir innpakkaðar nema þær sem Jökull ætlar að fá að aðstoða við. Jólatréð er úti í garði og verður sett upp á mánudagskvöldið. Smákökusortirnar eru orðnar sjö, hangikjötið komið úr frysti og laufabrauðin á sínum stað. Fyrir utan það að heimilið lítur út eins og eftir kjarnorkusprengju er þetta bara allt að koma. - Nema kannski jólaskapið mitt en það bara hlýtur að fara að kikka inn. Er það ekki?

Framundan er julefrokost hjá vinum í Hróaskeldu. Það ætti að verða jólalegt :-)

sunnudagur, 6. desember 2009

Helgin? Bara fín.

Föstudagskvöld í hvíld og kósí. Íþróttaskóli, þrif, afró, jóga, matur, spjall, spil, góðir vinir, átta tíma samfelldur svefn, piparkökur, piparkökumálun, laufabrauðsútskurður, glögg, malt og appelsín og dásemdarkaffiborð og loks meiri smákökubakstur og almennur frágangur í gula húsinu. Er það ekki svona sem desemberhelgarnar eiga að líða? Mmmmm. Litli jólasveinninn minn er að minnsta kosti sáttur.

þriðjudagur, 1. desember 2009

Gúmmístígvélastelpan

Innkeyrslan mín var blaut í morgun þegar ég fór af stað og mér fannst himininn rigningarlegur. Ég er í hosum, gúmmístígvélum og gúmmíregnkápu. Jörðin er þurr og himininn er ekkert rigningarlegur. Ég er bara eins og bjáni. Skemmtilegt.

Mætt í skólann og búin að fá mér skólakaffi. Á dagskránni: "Rethinking aAgricultural Domestic Support Under the World Trade Organization"