miðvikudagur, 17. desember 2008

Jólafiðringur

Er með jólafiðring í maganum. Jólakortapokinn er kominn í forstofunni og soldið farið að ískra í mér. Allt eins og það á að era. Finnst samt allt of mikið vera eftir að gera og samt er ég að reyna að vera dugleg að læra til að komast í samviskubits"laust" ehhh... eða alla vega samviskubitsminna jólafrí. Neita nefninlega að læra frá þorláksmessu fram til annars janúar. Finnst það bara lágmark að geta verið í smá fríi. Eeeníhú... jólafiðringur er góður fiðringur, enda hefur mér alltaf fundist jólin dásamlegur tími. Ætla ekkert að hætta því þó þessi jól verði aðeins öðruvísi en ég á að venjast.

Bara vika í aðfangadagskvöld. Þá ætlum við Davíð að elda okkur fyrstu jólasteik með Birnuskottinu og hafa það gott í rólegheitunum. Bara 9 DAGAR í fjölskyldurenuion á Eyrarsundssvæðinu. Stefnum á The Sveinssons Family Christmas 2008 sem hefjast þann 26. des með kvöldverði hjá Tomma og Möggu í Dragör og lýkur líklegast með kvöldverði á svipuðum slóðum þann 2. janúar. Í millitíðinni verður Lundur heimsóttur, Hnotubrjóturinn, jólaTivoli... mmm... þetta verður ljúft. Dr. Sveinsson og frú ásamt 10 afkomendum og áhangendum. Gæti það verið betra? Það finnst mér ekki.

mánudagur, 15. desember 2008

Sænsk stelpa

Ég held að Eyrún Birna sé búin að læra að segja sjáðu. Nema... hún segir "titta här".

laugardagur, 13. desember 2008

Jólajólajól

Hér verður jólaundirbúningshelgi með lærdómsívafi. Eða lærdómshelgi með jólaundirbúningsívafi? Nei - frekar hitt.

Fyrstu jólakortin eru komin í hús. Það er alltaf svolítið magakitl. Mikið hlakka ég til að eiga notalegar stundir með fjölskyldunni í jólalandinu fína sem ég ætla að búa til hér á Skyttenlinjen!!

Ef einhvern langar að senda jólakort og okkur hjónin er adressan:

Skyttelinjen 289,
22649 Lund,
Sverige

föstudagur, 12. desember 2008

Lúsía!!

 

 


Öll fjölskyldan var mætt upp á leikskóla kl. 07:30 í morgun til að vera viðstödd Lúsíuhátíðina. Litli jólasveinninn fékk nú ekki að syngja með í þetta skiptið (vegna smæðar sinnar) en hún var mjög spennt yfir öllu umstanginu og fylgdist með grafkyrr og steinþegjandi. Krakkarnir komu uppáklædd og búin ljósum í skrúðgöngu út í garð og sungu fyrir okkur nokkur vel valin jólalög. Garðurinn var allur upplýstur með kertaluktum í trjánum og friðarljósum víðast hvar og ekki skemmdi fyrir að í Lundi er logn og falleg jólasnjókoma hefur glatt okkur allt frá því í gærkvöldi. Eftir athöfnina beið okkar kaffi og kakó og heitar bollur og piparkökur.

Væri ekki gott að byrja alla morgna svona?
Posted by Picasa

föstudagur, 5. desember 2008

Rúnar Júlíusson

Þetta þykir mér sorgleg frétt.

Hér má lesa margt um merkan feril þessa manna.

miðvikudagur, 3. desember 2008

Snjor i Lundi

Vid Eyrun Birna vorum heldur seinar fyrir i morgun. Hun hafdi ad sjalfsogdu vaknad i nott (sem er efni i adra sogu) og svaf thvi til korter yfir atta, sem seinkadi ad sjalfsogdu allri rutinunni.

I rutinunni felast margar akvardanir sem teknar eru daglega. Hvada jakka a eg ad fara i? Trefil eda ekki trefil? Hvernig skor? Mala mig? Mala mig kannski i skolanum? Hjola? I morgun tok eg akvordun um hlyja ullarkapu, trefil og kuldasko. Eg akvad ad skella malningardotinu i bakpokann og mala mig i skolanum og svo akvad eg a hjola i skolann.

Thegar eg kom ut af heimili minu var gatan blaut en tho ekki mikil urkoma. Thegar eg kom a leikskolann var farid ad rigna soldid. Eg hugsadi med mer ad thad vaeri heppilegt ad eg hefdi tekid regnhlyfina i töskuna mina og hjoladi svo af stad. Thegar eg var komin dagodan spöl i thessari rigningu, nogu stutt til ad velta thvi fyrir mer ad snua vid og taka straeto en of langt til ad lata verda af thvi, byrjadi ad kyngja nidur snjo. Rigningin hafdi breyst i risastorar snjoflyksur sem virtust leitast eftir thvi ad svifa a moti mer, alveg sama i hvada att eg var ad hjola. Fljotlega sa eg ekkert ut ur gleraugunum og thau endudu thvi bara i hjolakorfunni. Hluta af leidinni thurfti eg ad leida hjolid i gegnum thessa fallegu jolasnjokomu thar sem eg sa ekki neitt. Margoft fekk eg thessa snjohlunka i augad (heppilegt ad vera ekki malud) og thegar eg loksins kom i skolann vakti eg mikla katinu vidstaddra enda leit eg ut eins og snjokerling i ullarkapunni thar sem snjokornin gatu setid svo vel, og med skafl a hausnum (hjalminum). Eg er ekki fra thvi ad allar akvardanir morgunsins hafi verid godar... nema kannski ad hjola.

Nu er eg nysest vid tolvuna og thad er haett ad snjoa. Er thad ekki daemigert?

þriðjudagur, 2. desember 2008

Julen i Sverige

Frekar slöpp svona i dag. Og i gaer. Baetti ekki ur skak ad Eyrun Birna vakti i 4 tima i nott. Fannst thad bara allt i lagi. Thad fannst mer hins vegar ekki.

Langadi annars bara ad deila thvi med ykkur ad thad er nyvafinn adventukrans a stofubordinu minu og kanilkertin eru komin i leitirnar. Kaffistofan i lagadeildinni er farin ad selja glögg med möndlum og rusinum, lusiubraud, piparkokur og mandarinur.

Thad koma vist jol i Svithjod... hvort sem madur er a Islandi eda ekki.

miðvikudagur, 26. nóvember 2008

Eins og vindurinn...

... og eins og enginn væri morgundagurinn. Þannig bloggar karl faðir minn þessa dagana.

Átti ágætissamtal við tengdaforeldra mína í gærkvöld sem komu með ferskar kreppufréttir til Lundar. Þetta er nú meiri endemis vitleysan allt saman.

Við vorum samt sammála um að best væri ef hægt væri að fóðra lýðinn fljótlega með einhverju bitastæðu til að vinnufriður kæmist á.

mánudagur, 24. nóvember 2008

Rugl og vitleysa

Var að lesa enn eina fínu færsluna hér.

Ég var að ljúka við grunnkúrs í hagfræði fyrir lögfræðinga og þar var kennaranum mínum títtrætt um hvers vegna bændur væru svona valdamiklir í Evrópu... og víðar. Hvers vegna fá bændur alltaf allt sem þeir vilja á kostnað annarra? Jú - þeir eru tiltölulega lítill hópur, afskaplega vel skipulagður, með vel skilgreind markmið en jafnframt þverpólitískur. Þar sem þeir eru fáir en með góða þrýstipunkta fá þeir mikið í sinn hlut á kostnað okkar hinna, sem erum mörg og finnum lítið fyrir því hlutfallslega og því tekur því ekki fyrir okkur að skipuleggja okkur, stilla saman strengi og mótmæla mótmælum bænda. Borgar sig bara ekki.

Þetta er svona sirka það sem mun gerast ef þetta heldur áfram. Svipað eins og lýst er í þessari bloggfærslu hér að ofan. Smátt og smátt mun koma í ljós að við erum ekki samstillt og erum illa skipulögð og með illa skilgreind markmið. Við erum ekki sammála um hverju við viljum að mótmælin skili og hvaða aðferðum á að beita. Það mun verða til þess að smám saman heltist úr lestinni fólk sem sér það einfaldlega ekki borga sig fyrir sig að eyða kröftum í þátttöku í sameiginlegum mótmælum. Eftir verða margir hópar fárra og enginn þeirra mun hafa afl til að fá sínu fram.

Bara glatað að fólk geti ekki haldið skynseminni, gert raunhæfar kröfur og fyrst og fremst skilið skrílslætin eftir heima. Hvað er t.d. málið með að sækja ríkisstjórnina og bera hana út? Hvaða endemis rugl er þetta? Og hafa bara stjórnleysi? Eða setja við stjórnvölinn fólk sem notar aðferðir eins og þessar til að vinna með sínum málstað? Fólk sem sér ekkert að því að taka ákvarðanir án tillits til laga og þvinga þannig fram vilja sínum. Fólk... sem er litlu eða engu betra en þeir sem það þykir sig vera að berjast baráttu hinna réttlátu gegn.

Endemis rugl og vitleysa sem þetta er komið út í. Vonandi næst að vinda ofan af þessu áður en allt fer til fj...

Ferskt og ómyglað

Pabbi sagði í gær að bloggfærslan hér á undan væri farin að mygla. Þá held ég það sé kominn tími á nýtt.

Það er snjór í Lundi. Snjór og frost og bara nokkuð jólalegt. Á laugardaginn þrifum við húsið með jólalög í botni, fórum svo út að leika í snjónum, hituðum svo kakó og ég bakaði kryddbrauð. Er þetta ekki eins og þetta bara á að vera í lok nóvember? Nú vantar mig bara að komast í IKEA og kaupa kanilkerti.

Skólinn er kominn aftur á fullt hjá mér og feikinóg að gera. Útkoman úr fyrstu prófunum í náminu var mjög ánægjuleg og hvetjandi til frekari duglegheita svo ég ætla ekkert að vera að slaka á neitt þó það sé að koma desember. Það er reyndar margt framundan hjá okkur sem mun eitthvað trufla lærdóm en... það verður bara að nýta tímann þá ennþá betur þegar tækifæri gefst.

Jæja... hafði svo sem ekkert mikið að segja. Fannst bara leiðinlegt að hafa myglandi færslu á toppnum! Tengdó koma í heimsókn á morgun þ.a. ætli það sé ekki best að læra á meðan ég get.

þriðjudagur, 11. nóvember 2008

Lítil dolla

Litla skottið mitt er að kafna úr frekju inni herbergi og þvertekur fyrir að fara að sofa. Er að henda bæði bangsanum sínum og sokkunum út úr rúminu á milli þess sem hún kúgast af öskrum.

Spurning um að fara að rifja upp Super Nanny trixin. Muniði einhver?

mánudagur, 10. nóvember 2008

Snillingur farinn

Jámm... þeir deyja víst líka. Miriam Makeba átti ekki marga ef nokkurn sinn líka.

laugardagur, 8. nóvember 2008

Operation getting my life back

er byrjuð. Þvottavélin er komin af stað og uppþvottavélin líka. Uppsafnaðar blaðahrúgur eru komnar í endurvinnslukassann, barnið er baðað og ég er á leiðinni að búa um rúmin.

Mikið er ég glöð að þetta kláraðist á endanum. Helgin mun fara í að knúsa Eyrúnu Birnu eins mikið og ég mögulega get á meðan ég reyni að koma heimilinu smám saman í viðráðanlegt horf. Ég bind svo miklar vonir við vikuna. Planið er að endurnýja kynnin við vini og kunningja, taka til í nokkrum skúffum og skápum, klára nokkrar jólagjafir og... jú kannski mæta í tíma og kaupa bækurnar. Alls ekki lesa samt!

miðvikudagur, 5. nóvember 2008

Varúð!

Þetta er það sem ég óttaðist að yrði það versta sem kemur út úr þessari kreppu. Vonandi hljóta hugmyndir þessara einstaklinga ekki hljómgrunn. Það myndi endanlega gera útaf við samfélagið okkar á Íslandi og algerlega koma í veg fyrir að okkur takist, með einstaklingsframtaki, að byggja aftur upp blómlegt efnahagslíf þar sem nýsköpun og hugmyndaauðgi borgar sig.

Aðstæðurnar í dag eru kjöraðstæður fyrir sósíalisma til að skjóta nýjum rótum í samfélaginu. Rót vandans sem við stöndum frammi fyrir er ekki frelsið heldur lélegt regluverk, eftirlit og siðleysi og hugleysi. Til að takast á við erfiðleikana sem við stöndum fyrir þarf að ráðast að rót vandans - ekki búa til nýtt pólitískt umhverfi þar sem sami vandi mun skapa ný vandamál. Við skulum ekki leyfa þeim sem komu okkur í þessa stöðu eyðileggja framtíð okkar líka.

Tommi er sammála mér. Vonandi eru það sem flestir.

Mikið er ég glöð...

... með nýja Bandaríkjaforsetann. Mikið glöð. Hlakka til að sjá breytingarnar sem ég trúi að muni fylgja í kjölfarið á þessu.

Loksins eitthvað jákvætt að gerast í heimsmálunum segi ég nú bara.

þriðjudagur, 4. nóvember 2008

Réttmæt reiði

Hann pabbi minn skiptir ekki oft skapi. Í uppeldi mínu man ég eftir skiptum þar sem hann varð reiður við okkur systkinin og það var undantekningarlaust þegar við áttum það skilið. Þegar við höfðum sagt ósatt, verið löt og sérhlífin eða á annan hátt tillitslaus í garð annarra. Í raun er það eina sem ég hef séð fá reiðina til að brjótast út í honum er óheiðarleiki, ósanngirni og eiginhagsmunapot. Hvernig haldiði að honum sé innanbrjósts núna?

Skrítið að sjá svona mikla réttmæta reiði, örvæntngu, vonbrigði... allar þessar neikvæðu tilfinningar á sama stað og á sama tíma. Með hverju endar þetta?

mánudagur, 3. nóvember 2008

Jólaseríur

Mér finnst að Íslendingar ættu bara að fara að skella upp jólaseríunum. Það myndi ábyggilega fá alveg nokkra til að brosa út í annað.

Ég er ekki frá því að ég myndi bara fara að drífa í því sjálf ef rafmagnið hérna væri ekki svona rosalega dýrt.

sunnudagur, 2. nóvember 2008

Erfitt...

... horfði á eftir músinni minni og pabba hennar fara gangandi út götuna á leið í kaffiboð. Langaði hræðilega mikið með. Í gamla daga þegar ég las undir próf fór veröld mín fram þar sem próflesturinn fór fram og ég saknaði einskis. Það er af sem áður var.

Mikið verð ég fegin þegar þessi próf eru búin. Er komin með langan lista yfir það sem ég ætla þá að gera. Efst er að knúsa Eyrúnu Birnu - og Davíð þegar hann kemur heim frá Íslandi.

Mínar áhyggjur eru þessar

Ég á nokkra þætti af Lipstick Jungle, Heroes og Gossip Girl sem ég á eftir að horfa á. Mig langar að horfa á einhvern einn þátt í kvöld eftir lesturinn. Hvaða þátt á ég að horfa á?

Alvarlegra er það nú ekki í bili. Er ég ekki heppin?

laugardagur, 1. nóvember 2008

Fyndið... eða hvað?

Soldið fyndið svona. Er að lesa um hvað það séu nú fólgnir miklir kostir í að hafa lítið myntsvæði þar sem hagsmunir þeirra sem á svæðinu búa eru þeir sömu og samtvinnaðir. Þá sé svo þægilegt að berjast gegn "sjokki" í efnahagslífinu með svæðisbundinni myntstefnu. Hækka gengið... lækka vexti og hvaðeina. Jahá!

Lítil sól

 Var bara að velta fyrir mér hvort það væri ekki stemmningi fyrir svona lítilli og brosandi sól í skammdeginu. Ég er alla vega kátari eftir að hafa skoðað þessa mynd.
Posted by Picasa

Nýtt gott blogg

Pabbi heldur áfram að blogga. Hvet ykkur til lestrar. Spurning um að láta kallinn fá link?

föstudagur, 31. október 2008

Allt úr skorðum

Mér finnst bara frekar mikið flókið að vera í próflestri og þurfa að sinna annarra manna rössum. Nú eru þrír dagar í próf. Ég var búin að ákveða maraþonlestur í dag til að geta sótt EB kl. 16 og ekki farið strax aftur að læra heldur farið með henni í smá búningapartý og leyft henni að njóta móður sinnar í smá stund. Ef ég sæki hana 16 í dag verður hún ALEIN á leikskólanum frá 15-16. Það er haustfrí og Halloween og það eru greinilega allir foreldrar betri en ég og sækja börnin sín snemma. Nú verður maraþonlestur í öðru veldi... mér finnst hræðileg tilhugsun að hún sé bara alein að dröslast á leikskólanum með Andreas, sem er ekki einu sinni fóstri á hennar deild (ábyggilega fínn samt).

Ok... massa þá bara helgina í staðinn. En nei! Þá kemur allt í einu upp óvænt vakt hjá Davíð. Besti kosturinn er að flytja hana frá laugardegi frá 12-21 yfir á sunnudag frá 8-16. Sem sagt - besti kosturinn er alls ekki góður. Ég veit ekki hvernig það á eftir að fara með mig þar sem þetta er DAGURINN FYRIR PRÓF og þá er ég venjulega, og á rétt á að vera, geðveik. Ef ég myndi blóta... þá myndi ég blóta núna. Hrumpf.

Já... og ég gleymdi að segja að ég hef enn ekki sofið heila nótt - núna í 10 daga - og ég gerði mér cappuccino í dag... bara til að minna mig á að kaffibaunirnar mínar eru nánast ódrekkandi. Góður dagur??

fimmtudagur, 30. október 2008

Pabbi bloggar

Nú er pabbi farinn að blogga. Vona að hann tjái sig oft og mikið. Það er ekki vanþörf á að fjölga moggabloggurum sem skrifa af viti.

Pabbablogg

miðvikudagur, 29. október 2008

Ein í húsinu

Búin að vera að bíða eftir þessu. Nú er ég loksins ein og get lært í friði - þá fer einbeitingin. Ætli það sé ekki kominn tími á að sofa heila nótt bara. Líður soldið eins og í miðri brjóstagjöfinni.

Mikið er ég þakklát fyrir að eiga barn sem að meginreglu til sefur á nóttunni. Þetta vökustúss er bara alls ekki fyrir mig.

þriðjudagur, 28. október 2008

Hin lausnin

Stjórnarandstaðan dundar sé nú við að gagnrýna harðlega ákvörðun Seðlabankans um hækkun stýrivaxta. Stýrivaxtahækkunin er til að mæta kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem settar eru fram í tengslum við samningaviðræður um aðstoð við að rétta af stöðuna á Íslandi. Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leita til sjóðsins hefur líka verið gagnrýnd af sama fólki - amk hefur verið gefið í skyn af formönnum stjórnarandstöðuflokkana að skilyrðin sem gengið hafi verið að hafi verið óviðunandi.

Mig myndi svo gjarnan langa til að sjá þeirra lausn á málinu. Hvernig hefðu þeir farið að við að semja um vægari skilyrði? Hvert hefðu þeir þá leitað um lán ef ekki til IMF? Og bara yfirleitt - hvað annað ætluðu þeir að gera? Hef lítið heyrt um það.

sunnudagur, 26. október 2008

Skjaldbakan mín

Borghildur vinkona okkar lánaði Eyrúnu Birnu þennan fína búning sem við ákváðum að prófa hérna eitt kvöldið.



Litla skottið okkar er nú ekki alveg í þessari stemmningu í dag... en vonandi batnar henni fljótt.

föstudagur, 24. október 2008

Á svona dögum...

... þegar allt er öfugt. Er gott að mega fá sér nokkrar möndlur með kaffibollanum. Takk Níní!

Veikindi

Jæja. Hér gengur lífið bara sinn vanagang. Músin mín er orðin lasin eina ferðina enn og setur þar með á hvolf öll plön helgarinnar um lærdóm, strípur, lærdóm, matarboð, lærdóm og fleira.

Eins og áður vonar maður að þetta gangi fljótt yfir.

Það væri auðveldara að vorkenna henni ef hún væri raunverulega slöpp en hún er bara með hita og annars FÁRÁNLEGA hress - bara ekki í leikskólanum.

Ætli maður njóti þess ekki samt að vera með henni í kósíheitum í dag. :-)

miðvikudagur, 22. október 2008

Prófstemmning og hreyfing

Já það er komin prófstemmning í stelpuna. Hvort bloggum fjölgar eða fækkar í prófstressi í Svíþjóð á eftir að koma í ljós en... það er alla vega nóg að gera. Þar sem allur minni tími fer í lestur þessa dagana er ég þvílíkt fegin að þetta er a.m.k. ágætlega skemmtilegt. Það var nú ekki alltaf þannig í þessa gömlu góðu.

Ég get samt alveg hugsað um fleira... og í dag var ég á vappi og þá allt í einu bættust við 3 jólagjafir. Ég er þá búin með 7. Hresst!

Annars langaði mig bara að hvetja ykkur samfélaga í kreppu til að stunda hreyfingu í vetrinum. Helst úti... en annars inni. Það er ekkert betra fyrir gleðiheilsuna en það!

mánudagur, 20. október 2008

Ohhh

Ae thad er komid profstress i mig. Tha er svo erfitt ad laera.

Veit annars einhver hvort thad er haegt ad kaupa mida til Islands med vildarpunktum ad hluta og borga svo thad sem uppa vantar?

sunnudagur, 12. október 2008

Forsjál

Á þessum síðustu og verstu borgar sig að sýna fyrirhyggju og forsjálni. Í dag er 12. október og ég er búin að kaupa fjórar jólagjafir og taka ákvörðun um aðrar fjórar. Hvað finnst ykkur um það?

föstudagur, 10. október 2008

Jákvætt III

Við hjónin ákváðum í gær að nú verður tekin pása frá yfirlegu yfir fréttaveitum og lífið heldur áfram. Ég heyrði kunningjakonu mína í dag sem tapaði öllu sparifé sínu á einni nóttu segja hina gömlu góðu línu "við grátum ekki dauða hluti." Þannig er það nú bara. Þetta er súrt. Það er ömurlegt að fylgjast með þessum hamförum og vita ekki hvernig framtíðin verður, en það er líka fleira sem skiptir miklu meira máli í lífinu. Nú er best að fara að snúa sér að því. Í kvöld ætla ég að eiga kósíkvöld með fjölskyldunni minni og á morgun ætla ég að hlægja frá mér allt vit í hópi góðra vina. Ekkert annað í stöðunni.

þriðjudagur, 7. október 2008

Jákvætt II

Ég verð segja, án tillits til undanfarinna daga, vikna og mánuða, að ríkisstjórnin er að koma sterk inn í gær og í dag. Greinilega búin að bretta upp ermarnar. Upplýsingaflæðið er gott og aðgerðirnar djarfar. Vonum að þetta skili einhverri vernd fyrir íslenskan almenning.

Jákvætt

Þið getið ekki ímyndað mér hvað ég varð glöð þegar "stóra" litla stelpan mín vinkaði mér skælbrosandi bless á leikskólanum í morgun og hljóp svo skríkjandi inn til félaga sinna sem tóku skellihlægjandi á móti henni.

Ég ætla ekki að blogga um kreppuna. Að minnsa kosti ekki í þetta sinn. Of mikið að segja. Of lítið vitað. Of mikið af fólki að tjá sig um það sama. Það eina sem ég vil segja er að það var erfitt að vera í útlöndum í gær.

föstudagur, 3. október 2008

fimmtudagur, 2. október 2008

Pirripirr

Ég þoli ekki blogg sem... eru show off. Ég þoli ekki þegar fólk lítur á það sem skyldu sína að kommenta á hluti sem eru í hámæli í samfélaginu þó það hafi ekki hundsvit eða hugmynd um það sem það er að segja. Það apar upp eftir öðrum neikvæða gagnrýni sem því líst vel á og bætir svo við tilheyrandi vælfrösum og leiðindum. Oftar en ekki skilur það ekki alveg hvað það er að tala um þannig að gagnrýnin verður nokkurs konar samhengislaust væl án nokkurrar röksemdafærslu. Ég þoli alls ekki þegar einmitt þannig fólk kemur með kjánalegar skyndilausnir sem það veit að myndu aldrei virka í raunveruleikanum og gætu allt eins verið fengnar úr kókópöffspakka en... af því það þarf ekki að taka ábyrgð á neinu getur það spilað sig stórt og skotið fram hinni og þessari vitleysunni.

Það bara pirrar mig óendanlega mikið hvað fólk, sem virðist ekki gera annað en sitja á rassgatinu og leggja ekkert til málana á vettvangi þar sem það raunverulega getur haft áhrif og myndi aldrei gefa snefil af tíma sínum í að reyna að koma uppbyggilegum hugmyndum að ef það kostar einhverja vinnu, getur vælt.

Þau þurfa samt ekkert að hætta að blogga. Ég ætla hins vegar að hætta að lesa bloggin þeirra.

Gefins péningur?

Síðan ég flutti til Svíþjóðar finnst mér ég alltaf vera að bíða eftir peningum í pósti. Svona eru velferðarríki norðursins.

þriðjudagur, 30. september 2008

Músin setur allt úr skorðum

Já, það er nú ekki eins og hún hafi einhverja stjórn á þessu litla greyið - eða að þetta hefði verið hennar fyrsta val ef hún hefði haft val - en Birnuskottið okkar er orðið lasið á ekki svo fínum tíma. Eftir ótrúlega lélega frammistöðu (m.a. sökum svefnleysis) í síðustu viku var ég búin að binda miklar vonir við mikil afköst í þessari viku.

Vikan byrjaði á því að Birnuskott hélt mér vakandi í tvo og hálfan tíma í nótt og í dag var hringt í mig af leikskólanum kl. hálf þrjú og ég beðin um að sækja lítinn kolamola. Restin af deginum hefur svo farið í að liggja hér og þar með skottið í fanginu og kúra. - Þetta kom á versta tíma þar sem Davíð er á námskeiði og fer í próf á föstudaginn þ.a. hann er eiginlega úti með þátttöku þessa vikuna. A.m.k. einn fyrirlestur sem ég missi af á morgun og guð veit hversu margir klukkutímar í lestur.... ARG.

Vonandi gengur þetta fljótt yfir.

Allt í rugli.

Það er eitthvað mjög lítið hægt að blogga eftir svona viðburðaríka daga. Soldið fegin að hafa bara verið fréttalaus á lesstofunni á morgun og ekki vitað neitt um neitt fyrr en ég kom heim í gærkvöldi. Stundum spyr maður sig hvort fréttalausa leiðin sé ekki bara best. Á maður alla vega ekki bara að vera feginn að búa í útlöndunum?

mánudagur, 29. september 2008

Sparnaðarráð?

Það er ekkert smá dýrt að kaupa sjampó og sápur fyrir heimilið - jafnvel þó maður kaupi bara Head and Shoulders og Elvital í Willy's. Eru ekki til einhverjir skemmtilegir húsráðsstaðgenglar við þessum fokdýru vörum? Einhvern tímann heyrði ég að það mætti strá pipar í hárið og greiða hann svo úr... einhvern veginn efast ég um að það virki. Eruð þið með betri uppástungur?

Soldid mikid eg...

...ad hrynja nidur 4 tröppur med hausinn a undan fyrir framan alla bekkjafelagana. Jafna sig a ad rodna nidur i taer og hrynja svo aftur nidur 3 tröppur a leidinni inn a lesstofu og snua sig a faeti.

Lif mitt i hnotskurn.

sunnudagur, 28. september 2008

Cashmere Mafia og Lipstick Jungle

Mér fannst Cashmere Mafia skemmtilegra en Lipstick Jungle. Lipstick Jungle er samt mjöög skemmtilegur. Það þýðir að Cashmere Mafia var mjööög skemmtilegur.

föstudagur, 26. september 2008

Sænska kerfið í hnotskurn

Ég var að leggja á hjá sænsku tryggingastofnuninni. Eftir að hafa unnið mig í gegnum leiðbeiningar frá símsvara stofnunarinnar beið ég í korter til þess eins að láta segja mér að það væri ekki hægt að hjálpa mér "på grund av techniska problemer". Svo sagði hún bara skvísan "Om Du kan höra av dig på mondag igen så ska vi se om vi kan hjälpe dig.

Svona er Svíþjóð í dag.

Ósofin á föstudagsmorgni.

Það er erfitt að vera súr út í svona stemmningspíu en hún er nú ástæðan fyrir að ég svaf allt of lítið í nótt og klukkan er orðin 10 og ég er rétt að byrja að læra. Morguninn átti að vera afkastamikill á mörgum sviðum... en nú eru vonir mínar einungis bundnar við að halda mér vakandi yfir lestrinum til fjögur. Vonandi að það takist. Ég er bjartsýn.

fimmtudagur, 25. september 2008

Gott veður á góðum degi

Það var svo voðalega gott veður í dag að við Eyrúnu Birna nestuðum okkur upp eftir leikskóla og sóttum Írisi Dögg og Lilju litlu dóttur hennar og skelltum okkur á ströndina í Bjärred. Það er ekkert meira upplífgandi en að njóta frítímans síns við útiveru og fallegu veðri.

Ég hef annars tekið ákvörðun um það að tíminn frá leikskóla og fram að háttatíma verði við öll tækifæri sem gefast notaður í eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt. Lundur bíður upp á óteljandi möguleika til úti- og inniveru í góðum félagsskap og um að gera að nýta sér það. Þessi dagur var a.m.k. frábær! - Mun skemmtilegri en hann hefði verið við tiltekt og stúss innandyra og litlu snúlluna vælandi úr leiðindum. Vonandi getum við haft sem flesta daga svona.
Posted by Picasa

Hjólapælingar - Vantar þig hjól?

Mig langar alveg svakalega mikið í þetta fína hjól. Búin að vera að vera að líta í kringum mig eftir nýju hjóli og er alveg kolfallin fyrir þessu. Kostar ekki nema 2999 kr. sænskar. Er ekki einhver sem vill kaupa nýja og afskaplega lítið notaða Mongoose fjallahjólið mitt, 21 gíra og alveg agalega fínt. Ég get sko m.a.s. reynt að koma því til Íslands ef einhver heima hefur áhuga á því. Hafiði samband. Hafiði samband! Langar svo agalega í nýtt og þægilegra hjól sem hentar betur lundískum aðstæðum.
Posted by Picasa

þriðjudagur, 23. september 2008

Skemmtilegar pælingar

Hún Obba vinkona mín er dáldið góð í að pæla. Sérstaklega góð í að koma pælingunum í orð. Lesið þetta!

Mmmm matur

Sem ég er hér við skrifborðið að slafra í mig síðustu leifunum af grænmetissúpu helgarinnar, nýhlaupin og fín, dettur mér eitt í hug. Það er þrennt sem mér finnst bara algerlega ómissandi til matargerðar (fyrir utan salt og pipar) og þarf alltaf að vera til í skápunum til að mér líði vel. Það er laukur, hvítlaukur og ferskir tómatar og tómatar í dós.

Var ég annars búin að segja ykkur hvað eplin úr garðinum mínum eru afskaplega bragðgóð?

Fífl

Ég skil ekki af hverju það er ennþá að koma mér á óvart hvað fólk getur verið mikil fífl. Hvað er eiginlega málið?

- Já og það er s.s. linkur í fyrirsögninni

mánudagur, 22. september 2008

I skolanum

Thessar tolvur her eru natturulega ekki neitt upp a marga fiska og lyklabordid ekki heldur. Tolvan min er hins vegar ekki nettengd her enntha... sem hefur svo sem baedi kosti og galla... en thess vegna er blogg hedan svona kjanalegt.

Vildi bara koma thvi her med a framfaeri ad thad er ordid skitkalt i Lundi. Serstaklega a lesstofunni.

Vantar annars godar hugmyndir og abendingar med thetta blogg. Er ekki ad fila litinn og finn ekkert template (eda skinn) mer list vel a. Einhver med god rad??

sunnudagur, 21. september 2008

Sofa.

Lærdómur hefur svo sem alveg gengið betur. Merkilegt hvað er hægt að gera mikið af ekki neinu. Snemma í háttinn fyrir langan og góðan dag á morgun er gott markmið í kvöld. Best að skríða undir sæng.

Átti annars góðan dag með Tomma bróður og strákunum hans. Bauð upp á grænmetissúpu í hádeginu og tókum svo gott rölt í bæinn þar sem allir fengu ís nema ég svo ég þyrfti ekki að borga Níní 30 kr. Tókum svo smá svínagrill í kvöldmatinn. Komin með dáldið nóg af svíni hérna. Verð að fara að finna ætt lambakjöt.

Nýtt nýtt nýtt

Jæja. Nú er þetta bara farið að taka á sig tilætlaða mynd. Auðvitað tekur smá tíma að koma þessu í það horf sem mann langar en... þetta er allt í átti. Líkar ekkert smá vel við alla þessa nýju fídusa sem eru komnir inn. Spurning samt hvort maður setji ekki þetta bara á www.sollilja.net. Líkaði svo agalega vel við þá slóð. Sjáum til. Nýtt nýtt!!

Best að fara að elda súpu fyrir hádegismatinn. Á von á þremur gaurum í klippingu hér. Kannski ég láti klippa bara Eyrúnu Birnu í leiðinni. Sjáum til.

Menningarnótt í sveitinni

Jæja. Fórum á menningarnótt í Lundi í gær. Ég verð nú að viðurkenna að það var pínu spes. Ekki alveg eins og Reykjavík alla vega. Fyrst vorum við að hugsa um að fara bara heim en... svo ákváðum við að gefa þessu séns. Það borgar sig alltaf að gefa hlutunum smá séns og úr varð bara soldið skemmtilegt kvöld og spássitúr í "öðruvísi" Lundi.

Það er samt bara alltaf að koma betur og betur í ljós að Lundur er sveit.

Vonast til að geta sett inn myndband fljótlega af Eyrúnu Birnu að dansa við lúðrasveitartónlist lundískra hippa.

föstudagur, 19. september 2008

Litla músin

Er að prófa þennan myndafídus hjá picasa og blogger. Algjör snilld!!!
Posted by Picasa

Hér er blogg

Nýtt blogg. Ætla að nota þetta held ég bara í framtíðinni.