sunnudagur, 21. september 2008

Sofa.

Lærdómur hefur svo sem alveg gengið betur. Merkilegt hvað er hægt að gera mikið af ekki neinu. Snemma í háttinn fyrir langan og góðan dag á morgun er gott markmið í kvöld. Best að skríða undir sæng.

Átti annars góðan dag með Tomma bróður og strákunum hans. Bauð upp á grænmetissúpu í hádeginu og tókum svo gott rölt í bæinn þar sem allir fengu ís nema ég svo ég þyrfti ekki að borga Níní 30 kr. Tókum svo smá svínagrill í kvöldmatinn. Komin með dáldið nóg af svíni hérna. Verð að fara að finna ætt lambakjöt.

Engin ummæli: