mánudagur, 29. september 2008

Sparnaðarráð?

Það er ekkert smá dýrt að kaupa sjampó og sápur fyrir heimilið - jafnvel þó maður kaupi bara Head and Shoulders og Elvital í Willy's. Eru ekki til einhverjir skemmtilegir húsráðsstaðgenglar við þessum fokdýru vörum? Einhvern tímann heyrði ég að það mætti strá pipar í hárið og greiða hann svo úr... einhvern veginn efast ég um að það virki. Eruð þið með betri uppástungur?

4 ummæli:

Guðrún Birna sagði...

Tja... Bjarki setti skyr í hárið á KS um daginn og það var undursamlega glansandi og þykkt og heilbrigt í marga daga á eftir.. jógúrt þá fyrir þig? Sítrónubætt hunangsjógúrt?

Nafnlaus sagði...

Einu sinni heyrði ég af manni sem sagði maður ætti bara alls ekki að nota sjampó, það eyðilegði hárið. Það tekur smá tíma fyrir hárið að venjast þessu og verður frekar spes (fitugt) lengi á eftir en svo á það víst að jafna sig.....en mér fannst nú hárið á þessum manni alltaf virka frekar skítugt þannig að ég myndi bara spreða í sjampóbrúsann;)

Nafnlaus sagði...

1 egg
1 tsp olive oil
1 tsp lemon juice
1 Tbsp castile soap
1/2 cup water or herbal tea
Drop of fragrant essential oil of your choice (optional)
Combine all in blender and whip until smooth. Shampoo with mixture using warm, not hot water for the shampoo and rinse. Store any remaining shampoo in the refrigerator for use the next day.

Litla sizzz

Ásta Sóllilja (Sólin) sagði...

Hmm Katrín Þóra... þetta hljómar ágætlega... Ætli þetta sé raunverulega ódýrara en sjampó.

Ykkur til fróðleiks skrapp ég í Willy's eftir kvöldmatinn og var ekki bara dökkbleikt Elvital á tilboði. Tvær fyrir 49 kr. Ekki svo slæmt. Nú á ég alveg sjampó fram í desember amk.