föstudagur, 23. október 2009

Kók - verkfæri dj......?

Við Davíð höfum síðan við kynntumst bæði verið mikið fyrir kókdrykkju. Stöku sinnum Pepsi Max. Mestmeginis Diet Coke eða Coke Light. Jafnvel Zero þegar þannig liggur á okkur. Við höfum alltaf átt kók - eða verið á leiðinni að fara að kaupa kók. Það hefur verið hamstrað á tilboðstímum og ákveðið öryggi fólgið í því að vita af einum svalandi sopa af stakri kaloríu í ísskápnum. Fíklar? Nei, ég held ekki, en klárlega of mikið af því góða.

Í ágúst hættum við að kaupa kók. Við bara hættum! Við drekkum ennþá kók þar sem við erum gestkomandi ef okkur langar í og það er í boði. Ef við förum "út að borða" (lesist á MacDonalds eða álíka) þá kaupum við líka kók ef okkur langar í það. Við kaupum það ekki á heimilið. Það sem meira er - við höfum varla saknað þess. Tvisvar! Tvisvar hef ég hugsað "nú væri gott að eiga kók". Mig hefur þó ekki langað nógu mikið í það til að fara út í búð og kaupa það en í annað skiptið var Davíð svo yndislegur að koma með eina dós handa mér úr búðinni síðar um daginn. Fanatíksk? Alls ekki eins og sést. En okkur hefur klárlega báðum liðið betur í kókleysi heimilisins.

Í gær fengum við gesti frá Jótlandi. Þau komu við í þýskum gnægtaverslunum áður en þau mættu á svæðið. Aðallega til að afla drykkjarfanga. Þau komu með tvo kassa af Coke Zero dósum. Ég er með eina kalda við hliðina á mér núna. Hún er búin að vera að kalla á mig síðan í hádeginu. Because I can!

miðvikudagur, 21. október 2009

Gulrótarsúpa með kókos, engifer og kóriander

Uppskriftahorn? Af hverju ekki?

Ég rakst á þessa súpu á netinu fyrir nokkru (nánar tiltekið hér) þegar mig langaði óstjórnlega í eitthvað sem væri samansett úr kókos og kóriander. Ég held ég hafi verið að hugsa um núðluréttinn sem lengi var í boði á Thorvaldsen þegar leitin fór fram. Ég hef gert hana nokkrum sinnum, bæði fyrir heimilisfólkið á virkum degi, enda bæði fljótleg og þægileg, og "spari" fyrir gestkomandi. Hún er frábær! Endilega prófið - og látið mig vita hvað ykkur finnst jafnvel...

Fyrir 4
Eldunartími: Minna en 30 mín.

5-6 stk. meðalstórar gulrætur
1/2 dl. engifer, rifinn
1 stk. laukur
3 msk. sítrónusafi
1/2 dl. hvítvín (má sleppa)
1/2 knippi ferskur kóríander
1 dós kókosmjólk
2 msk. gerlaus grænmetiskraftur eða grænmetissoð
vatn eða grænmetissoð
salt og nýmalaður svartur pipar
Aðferð: Gulrætur og laukur er saxað smátt. Grænmetið er léttsteikt- þar til það er orðið meyrt í stórum potti. Þá er vatninu og grænmetiskraftinum/soðinu bætt útí og látið sjóða í ca. 15. mín. Þá ætti grænmetið að vera orðið það meyrt í gegn að töfrasproti ætti að ráða við að fullmauka súpuna. Eftir að hún hefur verið maukuð er hún bragðbætt með hvítvíni (þarf ekki), sítrónusafa og salti og pipar. Rifnum engifernum og kókosmjólkinni er þá bætt saman við. Látið malla við vægan hita í 5 mín eftir að hafa verið bragðbætt. Ferskur rifinn kóríander er settur yfir rétt áður en súpan er borin fram.

Blogg

Við vorum að ræða þetta ég og Sirpa vinkona mín í gær. Við vorum eiginlega sammála um að feisbúkk sé bara alls ekki nóg. Ekki fyrir fólk... eins og okkur... Ókostir við feisbúkk eru að í flestum tilvikum er það bara tilviljun að fólk sér það sem þú segir og þrátt fyrir það eru allt of margir sem sjá það. Blogg er málið. Hér er hægt að segja mikið í einu um margt eða ekki neitt og það er algjörlega engin tilviljun að fólk sér það. Það eru margir hættir að blogga. Ekki síst eftir feisbúkkbyltinguna. Margir eru samt að byrja aftur núna. Jafnvel á nýjum forsendum. Mér hefur dottið í hug að byrja aftur að blogga. Ég veit ekki hvort þetta er sú byrjun - en þetta eru klárlega gælur við byrjun.

Í ljósi þess sem ég hef sagt hér að ofan - þá má velta fyrir sér hvort það eigi ekki bara að taka út birtingartenginguna á feisbúkk. Efni í vangaveltur.

Mæli annars með myndinni Julie og Julia... svona fyrst við erum að spjalla um blogg. Hún er frábær!

þriðjudagur, 20. október 2009

I skolanum

I skolanum ad massa ritgerd. Edlilega datt eg inn a DV og sa ad Bjarni Armannsson aetlar ekki ad vorkenna ser og finnst hann ekki vera i neinni adstodu til ad taka thatt i umraedu um hvers konar framkoma er sanngjorn gagnvart fjolskyldum utrasarvikinga og oreidumanna. Mig langar ad vita hvar hann laerdi ad svara fjolmidlum. Tharf ad senda fleiri i thennan skola.

Haldidi ad ef madur leitar nogu lengi a islenskum fjolmidlum og feisbukk tha endi thad ekki med thvi ad madur finni heimilidir um meginreglu Evropurettar um gagnkvaema virdingu?