miðvikudagur, 21. október 2009

Blogg

Við vorum að ræða þetta ég og Sirpa vinkona mín í gær. Við vorum eiginlega sammála um að feisbúkk sé bara alls ekki nóg. Ekki fyrir fólk... eins og okkur... Ókostir við feisbúkk eru að í flestum tilvikum er það bara tilviljun að fólk sér það sem þú segir og þrátt fyrir það eru allt of margir sem sjá það. Blogg er málið. Hér er hægt að segja mikið í einu um margt eða ekki neitt og það er algjörlega engin tilviljun að fólk sér það. Það eru margir hættir að blogga. Ekki síst eftir feisbúkkbyltinguna. Margir eru samt að byrja aftur núna. Jafnvel á nýjum forsendum. Mér hefur dottið í hug að byrja aftur að blogga. Ég veit ekki hvort þetta er sú byrjun - en þetta eru klárlega gælur við byrjun.

Í ljósi þess sem ég hef sagt hér að ofan - þá má velta fyrir sér hvort það eigi ekki bara að taka út birtingartenginguna á feisbúkk. Efni í vangaveltur.

Mæli annars með myndinni Julie og Julia... svona fyrst við erum að spjalla um blogg. Hún er frábær!

Engin ummæli: