mánudagur, 24. nóvember 2008

Ferskt og ómyglað

Pabbi sagði í gær að bloggfærslan hér á undan væri farin að mygla. Þá held ég það sé kominn tími á nýtt.

Það er snjór í Lundi. Snjór og frost og bara nokkuð jólalegt. Á laugardaginn þrifum við húsið með jólalög í botni, fórum svo út að leika í snjónum, hituðum svo kakó og ég bakaði kryddbrauð. Er þetta ekki eins og þetta bara á að vera í lok nóvember? Nú vantar mig bara að komast í IKEA og kaupa kanilkerti.

Skólinn er kominn aftur á fullt hjá mér og feikinóg að gera. Útkoman úr fyrstu prófunum í náminu var mjög ánægjuleg og hvetjandi til frekari duglegheita svo ég ætla ekkert að vera að slaka á neitt þó það sé að koma desember. Það er reyndar margt framundan hjá okkur sem mun eitthvað trufla lærdóm en... það verður bara að nýta tímann þá ennþá betur þegar tækifæri gefst.

Jæja... hafði svo sem ekkert mikið að segja. Fannst bara leiðinlegt að hafa myglandi færslu á toppnum! Tengdó koma í heimsókn á morgun þ.a. ætli það sé ekki best að læra á meðan ég get.

Engin ummæli: