miðvikudagur, 5. nóvember 2008

Varúð!

Þetta er það sem ég óttaðist að yrði það versta sem kemur út úr þessari kreppu. Vonandi hljóta hugmyndir þessara einstaklinga ekki hljómgrunn. Það myndi endanlega gera útaf við samfélagið okkar á Íslandi og algerlega koma í veg fyrir að okkur takist, með einstaklingsframtaki, að byggja aftur upp blómlegt efnahagslíf þar sem nýsköpun og hugmyndaauðgi borgar sig.

Aðstæðurnar í dag eru kjöraðstæður fyrir sósíalisma til að skjóta nýjum rótum í samfélaginu. Rót vandans sem við stöndum frammi fyrir er ekki frelsið heldur lélegt regluverk, eftirlit og siðleysi og hugleysi. Til að takast á við erfiðleikana sem við stöndum fyrir þarf að ráðast að rót vandans - ekki búa til nýtt pólitískt umhverfi þar sem sami vandi mun skapa ný vandamál. Við skulum ekki leyfa þeim sem komu okkur í þessa stöðu eyðileggja framtíð okkar líka.

Tommi er sammála mér. Vonandi eru það sem flestir.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Árni Pálsson, prófessor, sagði að rónarnir kæmu óorði á brennivínið. Þannig hafa ráðandi öfli í Sjálfstæðisflokknum eyðilagt hina frjálslyndu hagstjórn sem fylgja á, ekki með stjórnlyndi heldur stjórnleysi eða öllu heldur fullkomnu rænuleysi aðdáunarinnar á auðmagninu. Í hugum þessa fólks virðist auðmagnið hafa lifað e-s konar sjálfstæðri tilveru, verið "fé án hirðis" og allra síst verkfæri í þágu þjóðarinnar.

Þessu til staðfestu vísa ég á grein eins þessara manna í Mbl. í dag, Sigurðar Kára Kristjánssonar, þar sem hann sér ekkert til bjargar nema niðurskurð ríkisútgjalda. Þetta segir hann þegar hver vinnandi hönd þarf viðfangsefni til bjargar frá langvinnri fötlun atvinnuleysisins.

Má ég biðja um Sjálfstæðiflokkinn gamla. Hvar er Illugi Gunnarsson?

Ásta Sóllilja (Sólin) sagði...

Æ þessir menn eru bara í fangelsi hugsjóna/hugmynda sinna. Það þarf bara að skipta þeim út - setja þá niður og láta pína þá til að sjá hlutina með augum skynseminnar frekar en í einhverri skilyrðislausri frjálshyggjublindi. Það hafa þeir bara aldrei þurft og því aldrei gert.

Anna K i Koben sagði...

Hef aldrei skilið hvar þeir fundu þennan blessaða Sigurð Kára.
Eins og kennari minn sálgreinirinn Haukur Ingi Jónasson sagði þá fær maður bara stundum tilfinningu sem við getum ekki staðfest að sé rétt með mælingum eða öðru móti en maður bara veit það í hjarta sínu að það er ekki rétt.
Sigurður Kári er bara einn að þeim sem ég tel vera á rangri hillu í lífinu og ætti helst ekki að vera á þingi svo ekki sé meira sagt.
Annars er ég sammála - þessi pistill hennar Guðfríðar Lilju er ekki leið að lausn.
Það er hins vegar ljóst að þeir sem eru við völd eru ekki alveg að standa sig heldur.
Veljum fólk á þing sem hefur þekkingu, menntun og metnað til að gera samfélagið betra og er tilbúið að taka erfiðar ákvarðanir samfélaginu til hagsbóta - ekki bara þeim sjálfum!

sorry langlokuna
Anna Kristrún

Anna K i Koben sagði...

Heheh varð svo mikið niðri fyrir að lesa þetta allt, bæði bloggið hans Ögmundar og kommentin. Hefði mátt lesa kommentið mitt yfir áður en ég ýtti á publish. Það sem ég meinti var:
Ég er sammála - svo stuðar einn maður mig svakalega sem var nefndur á nafn hér að ofan.. og aftur voru tilfinningar að flækjast fyrir mér.
Er að æfa mig í því, hehe.

En gaman að lesa bloggið þitt
kv.anna panna