fimmtudagur, 2. október 2008

Pirripirr

Ég þoli ekki blogg sem... eru show off. Ég þoli ekki þegar fólk lítur á það sem skyldu sína að kommenta á hluti sem eru í hámæli í samfélaginu þó það hafi ekki hundsvit eða hugmynd um það sem það er að segja. Það apar upp eftir öðrum neikvæða gagnrýni sem því líst vel á og bætir svo við tilheyrandi vælfrösum og leiðindum. Oftar en ekki skilur það ekki alveg hvað það er að tala um þannig að gagnrýnin verður nokkurs konar samhengislaust væl án nokkurrar röksemdafærslu. Ég þoli alls ekki þegar einmitt þannig fólk kemur með kjánalegar skyndilausnir sem það veit að myndu aldrei virka í raunveruleikanum og gætu allt eins verið fengnar úr kókópöffspakka en... af því það þarf ekki að taka ábyrgð á neinu getur það spilað sig stórt og skotið fram hinni og þessari vitleysunni.

Það bara pirrar mig óendanlega mikið hvað fólk, sem virðist ekki gera annað en sitja á rassgatinu og leggja ekkert til málana á vettvangi þar sem það raunverulega getur haft áhrif og myndi aldrei gefa snefil af tíma sínum í að reyna að koma uppbyggilegum hugmyndum að ef það kostar einhverja vinnu, getur vælt.

Þau þurfa samt ekkert að hætta að blogga. Ég ætla hins vegar að hætta að lesa bloggin þeirra.

5 ummæli:

Unknown sagði...

Getur þú nefnt dæmi?

Ásta Sóllilja (Sólin) sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Ásta Sóllilja (Sólin) sagði...

Æ þetta var bara mín athugasemd sem ég var að reyna að breyta en eyddi óvart.

Svarið er að ég get algjörlega nefnt dæmi en finnst það óþarfi - enda svo sem ekki tilgangurinn með færslunni eða þessu bloggi mínu að ráðast á fólk persónulega. Bara að koma svona almenna athugasemd um pirrandi blogg.

Nafnlaus sagði...

Skil hvað þú meinar, en eins og þú segir, maður bara sleppir því að lesa bloggið þeirra......

Fjallið sagði...

Stefán Friðrik?